Fara í efni

Karamellurís (mjólkurlaus og glúteinlaus) frá Heilsumömmunni

Jæja, þá er hún mætt á svæðið, hollari útgáfan af Karmellurísinu , glúteinlaus og mjólkurlaus.
Karamellurís (mjólkurlaus og glúteinlaus) frá Heilsumömmunni

Jæja, þá er hún mætt á svæðið,  hollari útgáfan af Karmellurísinu , glúteinlaus og mjólkurlaus. 

Þessi útgáfa er töluvert hollari þar sem ég er búin að skipta Rice crispies (sem hefur nú ekki verið talið nein sérstök hollustufæða) út fyrir möndlur, semsamfræ og sollu- kornflakes.

 

 

 

 

 

Hráefni:

  • 80 gr kókosolía
  • 40 gr hrásykur
  • 170 gr döðlur
  • 2 dl Sollu – Kornflakes
  • 1 dl möndlur
  • 1 dl sesamfræ
  • smá salt
  • smá vanilla

Aðferð:

Leggjið döðlur í bleyti í smástund og maukið svo með töfrasprota, notið eins lítið vatn og þið komist upp með. Hrærið saman í potti: Kókosolíu, hrásykri og maukuðum döðlum. Bætið við salti og vanillu og  um leið og allt er búið að samlagast (notið MJÖG lágan hita), hrærið þið gúmmilaðinu út í og blandið öllu vel saman.  Setjið í mót (klæddu bökunarpappír) og inn í frysti í smástund.

Bræðið svo 100 gr af súkkulaði ásamt 1 msk af kókosolíu (svo það brotni ekki of mikið þegar það er skorið) og setjið yfir.

Skerið svo niður í bita, það er gott að hafa bökunarpappír á milli laga og geymið nammið í ísskáp.

Það er bæði hægt að skera í aflanga stóra bita eins og nammibar, stóra ferkantaða eða bara litla, eða jafnvel pínu litla, eftir hver er að fara að borða.

Þetta er hrikalega gott og það kom mér á óvart hvað var mikið karmellubragð, miðað við að vera laust við smjör og rjóma.  Ég var að flýta mér alveg skelfilega mikið svo möndlurnar eru frekar mikið grófsaxaðar, sýnist nú bara nokkrar vera heilar ennþá af myndunum að dæma, en það kom ekki að sök og mér fannst það bara gott að hafa svona crunchy. 

Verði ykkur að góðu og góða helgi.

Uppskrift af vef heilsumamman.com