Fara í efni

Kroppurinn í gang eftir jólin

8 góð ráð til að koma líkamanum af stað eftir hátiðina.
nýtt ár og ný markmið
nýtt ár og ný markmið

8 góð ráð til að koma líkamanum af stað eftir hátiðina.

Flestir gera vel við sig mat á einn eða annan hátt yfir jól og áramót og því er ekki ólíklegt að það sitji smá bjúgur og aukakíló eftir í kroppunum okkar þessa dagana. Þreyta, uppþemba, meltingartruflanir og liðverkir eru einnig einkenni óhófs í mataræði. 
 
Á nýju ári erum við oft full jákvæðni og setjum okkur háleit markmið. Mitt ráð er að byrja hægt, hreinsaðu líkamann og taktu svo fyrir eitt atriði í einu bættu t.d. grænum heilsudrykk inn í mataræðið þitt amk. einu sinni til tvisvar í viku. 
 
1. Vatn og aftur vatn. Vatn er okkur lífsnauðsynlegt og ættum við að drekka nóg af vatni á hverjum einasta degi. Gott og þekkt ráð til að afeitra og koma jafnvægi á líkamann er að drekka stórt glas af volgu vatni með hreinum sítrónusafa á hverjum morgni, fyrir morgunmat. Sítrónuvatnið kemur meltingakerfinu í gang og gerir þig tilbúin í daginn.
 
2. Svefninn er okkur einnig mjög mikilvægur. Lifrinn afeitrar sig m.a. í svefni og er því nægur svefn undirstaða heilbrigðs líkama. Húðin okkar og hormónakerfið eru hvað viðkvæmust fyrir litlu svefni. 
 
3. Hreyfing, það má að sjálfsögðu ekki sleppa hreyfingunni. Smá sviti og örari hjartsláttur kemur líkamanum af stað og við náum að losa okkur við fullt af eiturefnum auk þess sem andleg líðan verður svo miklu betri við smá hreyfingu.
 
4. Að drekka te er frábær leið til að afeitra líkamann. Í dag er til svo mikið af bragðgóðum jurtateum sem hafa frábæra virkni. Rauðrunnate er t.d mjög vatnslosandi, fíflarótarte er frábær fyrir lifrina og hreinsandi starfsemi hennar, Engiferte og grænt te hafa afeitrandi áhrif og Cayenne pipar og chilli te eru orkugefandi og hreinsandi svo eitthvað sé nefnt. Prufið ykkur áfram með ykkar teblöndur og njótið þess að drekka heitan og góðan tebolla.
 
5. Grænir heilsudrykkir. Þessir grænu eru algjörar vítamin, steinefna og andoxunarbombunar stútfullir af hreinsandi eiginleikum fyrir líkamann. Hvort sem að drykkirnir innihalda allar trefjar eða eru drukknir í safaformi (án trefja) eru þeir frábær leið fyrir ykkur til þess að koma jafnvægi í kroppinn eftir allt átið. 
 
6. Burstaðu húðina. Það að bursta húðina eftir heitt bað eða sturtu kemur sogæðakerfinu í gang og flýtir því fyrir losun eiturefna og bjúgs. 
 
7. Fita. Já ég sagði fita, líkaminn þarf nauðsynlega á fitu að halda til þess að virka sem skyldi og einnig þegar að við erum að afeitra líkamann. Kroppurinn okkar framleiðir t.d. ekki lífsnauðsynlegu fiturýrurnar omega 3 og omega 6 og þurfum við því að fá þær úr fæðinu í réttum hlutföllum, mikið af omega 3 en minna af omega 6. Ójafnvægi í fitusýrum kemur af stað bólgumynandi ástandi í líkamanum og með því að koma jafnvægi á fituýruurnar minnku við líkurnar á bólgutengdum sjúkdómum. Við þurfum því að vera dugleg að ná okkur í omega 3 úr t.d. hörfræjum og feitum fisk en reynum að minnka inntökuna á omega 6 sem er t.d. í tilbúnum jurtaolíum.
 
8. Borðum meira af dökku grænu grænmeti; spínat og grænkál er auðvelt að nálgast og er grænkálið t.d. algjört súperkál og inniheldur marga frábæra eiginlega og hefur m.a. afeitrandi áhrif.