Fara í efni

MORGUNVERÐUR – Grísk ommiletta með fetaosti og dilli

Fetaostur og dill eru dásamleg með eggjum.
MORGUNVERÐUR – Grísk ommiletta með fetaosti og dilli

Fetaostur og dill eru dásamleg með eggjum.

Berið þetta fram með ristuðum kartöflum, krydduðum með sítrónu og oregano t.d.

Undirbúningstími eru um 15 mínútur, eldunartíminn eru um 37 mínútur og omilettan dugar fyrir 6 manns.

 

 

 

 

 

 

 

 

Hráefni:

Góð olía til að elda upp úr, t.d kókósolía

1 meðal stór laukur – saxaður

5 bollar af fersku spínati

½ bolli af rauðri papriku – steikt og skorin

2 tómatar

2 bollar af eggjum

2/3 bolli af fetaosti

2 msk af muldum fetaosti

2 msk af dilli – söxuðu

½ tsk af góðu salti

1/8 tsk af svörtum pipar

Leiðbeiningar:

Forhitið ofninn í 220 gráður.

Takið meðal stóra pönnu og skellið á hana olíu. Hafið á meðal hita og þegar olían er orðin heit þá skellið á hana lauknum og látið mýkjast í um 5-7 mínútur.

Bætið svo við spínat, rauðu paprikunni og tómötum, hristið saman og látið eldast í um 5 mínútur.

Á meðan þetta er að eldast, hrærið þá saman eggin, fetaostinn, dill, salt og pipar. Eftir að spínat blandan hefur eldast, hellið þá eggjablöndunni út á pönnuna. Látið steikjast þar til botninn á eggjunum er farin að setjast, í um 5-7 mínútur.

Setjið pönnu í ofninn og bakið þar til omilettan er elduð í gegn, tekur um 15-20 mínútur. Skerið í 6 sneiðar og berið fram heitt.

Njótið vel!