Fara í efni

Morgunverður – omiletta með grænkáli

Já, hvernig væri að prufa þessa omilettu sem er pökkuð af andoxunarefnum í stað þessara venjulegu ?
Morgunverður – omiletta með grænkáli

Já, hvernig væri að prufa þessa omilettu sem er pökkuð af andoxunarefnum í stað þessara venjulegu ?

Þessi nefnilega inniheldur grænkál og tómata – geggjaðir tvíburar. Hlaðið af próteini, járni og ekki nema 7 grömm af kolvetnum.

Undirbúningstími er um 12 mínútur og það tekur um 30 mínútur að elda morgunverðinn.

Þessi uppskrift er fyrir 4.

 

Hráefni:

 6 stór egg

4 stórar eggjahvítur

¾ tsk af góðu salti

½ tsk af svörtum pipar

Parmesan eftir smekk – ferskur rifinn

2 msk af oregano – söxuðu

Olía að eigin vali

2 bollar af grænkáli – fínt söxuðu

¾ bolli af niðurskornum kirsuberjatómötum

Leiðbeiningar:

  1. Forhitið ofninn í 220°. Í stóra skál skal setja 6 fyrstu hráefnin og þeyta þeim saman með handþeytara. (alveg niður að oregano og nota það líka)
  2. Setjið létt af olíu á járnpönnu (cast iron skillet). Hitið á meðal hita. Bætið við grænkálinu og tómötum. Látið eldast þar til þetta er heitt – um 3 mínútur. Bætið nú eggjahrærunni saman við og hrærið létt saman.
  3. Skellið svo pönnu og öllu saman í ofninn og bakið í um 20 mínútur. Muna að fylgjast vel með svo ekkert brenni nú.

Takið úr ofni og skerið í sneiðar. Berið fram heitt.

Njótið vel!