Nesti og nýir skór - frá mæðgunum
Nú er mikil ferðahelgi framundan. Margir leggja upp í langferð, sumir fara í bústað, aðrir í styttri dagsferðir, fjallgöngur eða skreppa í huggulega lautarferð.
Okkur mæðgum finnst nestið alltaf vera hluti af ferðasjarmanum. Það er svo mikil stemning í því að útbúa eitthvað gott til að taka með, finna fallegan stað til að stoppa á og njóta matarins úti í náttúrunni. Fylla lungun af fersku lofti og njóta útsýnisins.
Við höfum gaman af því að útbúa girnilegar samlokur, sleppum hugmyndafluginu lausu og pökkum allskyns útgáfum í nestiskörfuna. Svo hellum við uppá gott lífrænt te/kaffi í brúsa og þá er ekki eftir neinu að bíða.
9 skemmtilegar samloku samsetningar:
- Lífrænt hnetusmjör + epli + tamari möndlur
- Hummus + papríka + þurrkaðar ólífur
- Kryddjurtapestó + vel þroskaðir tómatar
- Ostsneið (t.d. uppáhalds vegan osturinn) + gúrka + radísur + balsamic edik
- Avókadósalat + rauðlaukur (sjá uppskrift neðar)
- Rautt pestó + súrar gúrkur + sinnep + semisecchi tómatar
- Spicy mayo + ofnbakað grænmeti, t.d. sætar kartöflur og eggaldin
- Lífrænt mayo eða cashew mayo + bakaðar rauðrófur + sjávarsalt
- Rautt pestó + avókadó + þurrkaðar ólífur
Tilvalið er að nýta afganga eins og ofnbakað grænmeti frá því deginum áður í samlokugerðina. Okkur finnst líka æðislegt að útbúa góðar sósur eða pestó til að smyrja inní samlokurnar, eða taka með og nota með grillmatnum í ferðinni. (Spicy mayo er hrikalega gott með nánast hverju sem er, líka inn í samlokur).
Salöt eru síðan alger klassísk í samlokur. Margir eru vanir túnfisksalati og rækjusalati, við erum meira í því að útbúa salöt úr jurtaríkinu. Til dæmis þetta ljúffenga avókadó salat sem er í miklu uppáhaldi.
Avókadó salat
Uppskriftin
Aðferðin
- Maukið allt hráefnið í sósuna saman í blandara eða matvinnsluvél.
- Hellið yfir bitana og blandið saman.
- Smakkið til með salti og svörtum pipar.
Góða ferð og njótið helgarinnar!
Af vef maedgurnar.is