Fara í efni

Nú eru sveppir „in season“ og margir sem nýta sér það að týna sveppi til matar

Við erum með marga góða matarsveppi hér á íslandi en grænmetisætur nota til að mynda sveppi til að ná fram þessu „umami“ bragði, þessu þunga kjötbragði sem einkennir kjötrétti en margir sakna úr grænmetisréttum.
Nú eru sveppir „in season“ og margir sem nýta sér það að týna sveppi til matar

Kæri sælkeri,

 

Nú eru sveppir „in season“ og margir sem nýta sér það að týna sveppi til matar.

Við erum með marga góða matarsveppi hér á íslandi en grænmetisætur nota til að mynda sveppi til að ná fram þessu „umami“ bragði, þessu þunga kjötbragði sem einkennir kjötrétti en margir sakna úr grænmetisréttum.

Hér koma nokkrar skemmtilegar upplýsingar um sveppi:

  • Sveppir eru ekki plöntur og þurfa því ekki sólarljós til að vaxa.
  • Sveppir eru mjög næringarrík fæða og eru margar tegundir háir í B vítamíni, ríkir í steinefnum en lágir í fitu og kolvetnum.
  • Sveppir eru mikið notaðir í kínverskum lækningum
  • Eitt stykki Portabella sveppur getur verið með meira kalíum en banani.
  • Sveppir eru þekktir sem kjötréttir grænmetisæta
  • Sveppir eru um það bil 90% vatn.
  • Sveppir geta verið bólgueyðandi, lækkað blóðþrýsting, jafnað blóðsykur, lækkað kólesteról og styrkt ónæmiskerfið.

Nú er um að gera að bæta sveppum við í máltíðina.

Verði ykkur að góðu.

Fróðleikur af síðu notatun.is