Ofnæmisvæn Súkkulaðikaka sem allir elska
Mæli með að þið prufið þessa um helgina.
Sjúklega góð kaka fyrir alla.
Hráefni:
340 gr Kornax hveiti
200 gr hrásykur
1 – 1½ dl agave síróp
1 ¾ tsk matarsódi
55 gr kakó
¼ tsk sjávarsalt
450 ml soya eða hrísgrjónamjólk eða vatn
100 ml bragðlaus olía t.d. ISIO4
1 ½ tsk vanilluduft
Krem:
175 gr kókosolía, bragðlaus
450 gr flórsykur
6 msk kakó
2 tsk vanilluduft
Leiðbeiningar:
Byrjið á að hita ofninn í 180°C. Smyrjið tvö hringlaga form, 20 cm í þvermál.
Blandið öllum þurrefnunum saman í eina skál. Blandið restinni af hráefnunum saman í aðra skál.
Bætið svo blautefnunum saman við þurrefnin og hrærið vel þar til deigið er mjúkt.
Skiptið blöndunni jafnt í bæði formin.
Bakið í um 40 mínútur eða þar til kakan hefur lyft sér vel og ef stungið er í miðju hennar með prjóni kemur hann hreinn út.
Kælið í formunum í 10 mínútur, snúum kökunum svo við og geymið á járngrind þar til kakan hefur alveg kólnað.
Skerið báðar kökurnar í tvennt á þvervegin þannig að þið séuð með fjögur lög af köku.
Búið til kremið, en gætið þess að þeyta kremið vel og lengi svo það verði mjúkt. Setjið þunnt lag af kremi á milli og þekið svo kökuna með kreminu. Gott er að nota ber og suðusúkkulaðispæni til að skreyta með.
Höfundur uppskriftar er Stefanía Sigurðardóttir.