Fara í efni

Orkubar úr þremur hráefnum

Uppskrift gefur 8 stór stykki eða 16 lítil, skorin í kubba.
Svakalega girnilegt
Svakalega girnilegt

Uppskrift gefur 8 stór stykki eða 16 lítil, skorin í kubba.

Hráefni:

1 bolli af hnetum

1 bolli af þurrkuðum ávöxtum

1 bolli af döðlum, steinlausum og þurrkuðum

Þú þarft matarvinnsluvél, glæra filmu eða bökunarpappír og beittan hníf.

Leiðbeiningar:

Ristaðu hneturnar (má sleppa því). Það má nota hneturnar ristaðar eða hráar. Ef þú ristar þær þá ertu virkilega að bragðbæta uppskriftina. Ef þú ætlar að rista þær, skelltu þeim í ofn í 10-12 mín á 180°. Þær verða að fá að kólna áður en þær eru notaðar.

Settu núna hneturnar, þurrkuðu ávextina og döðlurnr í matarvinnsluvélina. Notaðu pulse takkann nokkrum sinnum til að brjóta þetta upp. Ef döðlurnar byrja að klessast saman þá þarftu að losa þær í sundur.

Láttu matarvinnsluvélina vinna samfleytt í 30 sekúndur. Núna ætti allt að vera vel blandað saman. Passaðu upp á að það sé ekkert fast við kannta eða blaðið í vélinni.

Haltu áfram að hræra þetta saman þangað til að myndast hefur hálfgerð kúla, þetta tekur um 1-2 mínútur.

Taktu nú kúluna úr vélinni og mótaðu þykkan ferhyrning og leyfðu þessu að standa í smá tíma.

Settu smjörpappír á borð og mótaðu deigið, pressaðu vel ofan á það en deigið á að mynda ferhyrning.  Pakkað því svo vel inn í plast og geymdu í ísskáp yfir nótt.

Núna skiptir þú deiginu í kubba. Þú getur skorið 8 stóra kubba eða 16 minni. Þú pakkar hverjum kubb fyrir sig í plast.

Geymist í ísskáp í nokkrar vikur eða í frysti í þrjá mánuði.

Smakkaðu endilega einn áður en þú gengur frá þessu, þú sérð ekki eftir því. Og svo getur þú gripið með þér í vinnu, ræktina eða bara í bílinn og borðað sem millibita.

Njótið~