Örlítið meira sínk úr fæðunni getur hjálpað líkamanum að verjast sýkingum, en þetta kemur fram í nýrri rannsókn
Sínk er einstakt þegar kemur að hlutverki þess í líkamanum. Því er mikilvægt að tryggja nægjanlegt magn þess úr fæðu.
Eitt af hlutverkum sínks í líkamanum snýr að DNA erfðaefninu og í nýrri rannsókn sem birt var í The American Journal of Clinical Nutrition er ráðlagt að auka magn sínks úr fæðunni til að draga úr „sliti“ á DNA.
Í þessa sex vikna rannsókn, sem framkvæmd var á UCSF Benioff Children’s Hospital Research Institute (CHORI), voru fengnir einstaklingar héðan og þaðan úr þjóðfélaginu og mælt var hvaða áhrif sínk hefði á brennslu líkamans með því að telja þráðabrot (en: strand breaks) í DNA. Metnar voru skemmdir á DNA til að rannsaka hvaða áhrif auka inntaka á sínki hefði á heilbrigðan lífsstíl. Þessi framúrstefnu aðferð er nokkuð óhefðbundin en yfirleitt er horft á magn sínks í blóði eða þroska frávik eða minnaðar lífslíkur til að meta magn sínks í líkamanum.
Í rannsókninni, kemur fram að ef þú bætir 4 milligrömmum af sínki við daglegt mataræði getur það haft mikilvæg og jákvæð áhrif á heilbrigði fruma í líkamanum, þeirra fruma sem berjast gegn sýkingum og sjúkdómum. Hópurinn er sá fyrsti sem hefur sýnt fram á að aðeins smávægileg aukning dregur úr oxunartengdu álagi (virkar sem andoxunarefni) og skemmdum á DNA.
Þetta magn af sínki jafngildir því magni sem sérstaklega sínk-bætt hrísgrjón og sínk-bætt hveiti geta bætt inn í mataræði fólks sem borðar mjög næringarsnautt fæði. Úti um allan heim er mikið borðað af hvítum hrísgrjónum og mikið unnu hveiti eða maískorni. Þessar tegundir matar gefa orku og fyllingu en ekki nóg af góðum né nauðsynlegum næringarefnum eins og t.d sínki. Hópurinn lýsti því yfir að þau væru hissa á því hversu lítið magn af sínki með fæðunni þarf til að hafa slík áhrif á líkamsstarfsemina. Það hefur sérstakt gildi er snýr að því hvernig sínk-bæta má mikilvæga fæðuflokka til dæmis hrísgrjón og hveiti og hafa þannig áhrif á næringarstöðu heilu þjóðanna um allan heim en sér í lagi á vanþróuðum svæðum.
Sink spilar mikilvægt hlutverk fyrir vöxt og þroska og við virkni og heilbrigði ónæmiskerfisins. Sínk getur einnig dregið úr bólgum og unnið gegn öðrum álagstengdum einkennum. Það er mikilvægt því bæði mikið álag og bólgur í líkamanum geta haft afar neikvæð áhrif þegar kemur að hjartasjúkdómum og krabbameini.
Sínk er nauðsynlegur hluti af næstum 3.000 mismunandi tegundum af próteinum og það hefur áhrif á það hvernig prótein stýra virkni hverra frumu í líkamanum. Skorti þig sínk þá getur það haft áhrif á heilsuna, jafnvel lagt hana í ákveðna hættu og hættan á því að DNA líkamans verði fyrir tjóni eykst.
Best er að gæta þess að borða fjölbreytta fæðu og að ekki sé skortur á sínki í mataræði. Einnig má taka inn bætiefni sem innihalda sínk til að sporna gegn skorti á þessu mikilvæga næringarefni.
Heimild: indiatimes.com