Rocky Road bitarnir hennar Nigellu - Gyðjur.is
Nýr og spennandi vefur fyrir konur hefur litið dagsins ljós, Gyðjur.is Ritstýra og eigandi Netfélagsins sem rekur einnig Stelpa.is og Strákur.is Aníta Sigurbergsdóttir segir að það séu spennandi tímar framundan fyrir þessa 3 miðla. Við munum fylgjast með spennandi efni frá Gyðjur.is í framtíðinni. En hér er ein dásamleg uppskrift frá þeim.
Súkkulaði, sykurpúðar og kex er eitthvað svo sunnudags. Smelltu í þessa og leyfðu þeim að bíða í kæli í svona 2 klst. Rocky Road bitarnir hennar Nigellu eiga eftir að verða uppáhalds, vittu til.
Rocky Road bitar:
- 125 grömm mjúkt smjör
- 300 grömm 70% súkkulaðidropar eða saxað súkkulaði
- 3 msk síróp (t.d. Lyle’s Golden Syrup í grænu dósunum)
- 200 grömm Tea Bisquits eða matarkex
- 100 grömm litlir sykurpúðar
- 2 tsk flórsykur ef vill
Kexið sem Nigella mælir með er ekki það sem við köllum tekex heldur meira í ætt við matarkex eins og við þekkjum það.
Aðferð:
Bræddu smjör, súkkulaði og síróp saman í potti við vægan hita. Mokaðu upp eins og hálfum bolla af blöndunni og geymdu.
Settu kex í zip loc poka og brjóttu það þannig að það séu bæði bitar og mylsna. Hrærðu svo kexinu út í súkkulaðiblönduna og þar á eftir sykurpúðunum.
Smelltu þessu í álpappírsklætt form ca. 24cmx24cm og sléttu úr eins vel og hægt er. Helltu svo súkkulaðiblöndunni yfir sem þú geymdir og smelltu í ísskáp í a.m.k. tvær klukkustundir.
Skerðu svo með stórum hníf í ca 24 bita og sigtaðu yfir flórsykur ef vill.
Birt í samstarfi við
Tengt efni: