Fara í efni

Rótsterkur og mexíkanskur HRÁ – KAKÓDRYKKUR með RAUÐUM PIPAR sem rífur burt KVEFIÐ!

Ilmandi heitt súkkulaði með möndlumjólk, krydduðum kanel og hressandi múskat, rífandi rauðum pipar og gneistandi grænum spínatlaufum hlýtur að vera kirsuberið á kökunni í annars hryssingslegum aðventuljóma.
Rótsterkur og mexíkanskur HRÁ – KAKÓDRYKKUR með RAUÐUM PIPAR sem rífur burt KVEFIÐ!

Ilmandi heitt súkkulaði með möndlumjólk, krydduðum kanel og hressandi múskat, rífandi rauðum pipar og gneistandi grænum spínatlaufum hlýtur að vera kirsuberið á kökunni í annars hryssingslegum aðventuljóma.

Það er ekki að ástæðulausu að þessi ljúffengi og íðilgræni súkkulaðidrykkur er sagður flensubani, en tilvalið er að nota hrákakóduft í blönduna til að gera drykkinn, sem bera má fram volgan eða kaldan – allt eftir hentuguleika. Í það minnsta eru hér andoxunarefni, vítamín, steinefni og almenn orkusprengja á ferð! Mmmm!

I N N I H A L D S E F N I:

1 bolli spínatlauf

1 bolli möndlumjólk (ósæt) – upphituð

1 banani

1 msk möndlusmjör

1 msk kakóduft

½ tsk malaður kanell

Hnífsoddur af múskat

Hnífsoddur af möluðum, rauðum pipar

Hnífsoddur af salti

 

F R A M R E I Ð S L A:

Hrærið saman spínatlaufunum og volgri möndlumjólkinni, þar til blandan er orðin áferðarfalleg og mjúk. Bætið nú banananum, möndlusmjörinu, kakódufti, kanel, múskat, rauðum pipar og salti út í blönduna og hrærið saman aftur.

BERIÐ STRAX FRAM!