Salat með Mexíkósku ívafi – afar bragðgott
Það frábæra við að skella í salat er að það þarf ekki að vera flókið.
Það frábæra við að skella í salat er að það þarf ekki að vera flókið.
Oft er fólk að leita leiða til að gera salatið meira spennandi og þá segi ég nú bara „borðið salat í öllum regnboganslitum“.
Og þá er ég að meina, notið litríkt grænmeti og nóg af því.
Hráefni:
1 bolli af romaine káli – söxuðu
1/3 af rauðri papriku, niðurskorin
¼ af grænum lauk – söxuðum
¼ bolli af gulum baunum
1/3 bolli af tómötum – skornum í bita
½ bolli af hrísgrjónum – soðnum
½ avókadó – taka innan úr og skera í bita
Graslaukur eftir smekk
1 stór skeið af salsa
½ lime kreist
Leiðbeiningar:
- Settu elduðu hrísgrjónin í uppáhalds salat skálina þína.
- Og einfaldara gæti þetta ekki verið, bættu nú öllu hinu hráefninu saman við.
Auðvelt ekki satt ?
Það er ekki flókið að borða hollt.