Fara í efni

SALTFISKPIZZA - frá strákunum hjá Ektafiski

Því það er alltaf svo gaman að prufa eitthvað nýtt.
SALTFISKPIZZA - frá strákunum hjá Ektafiski

 

Því það er alltaf svo gaman að prufa eitthvað nýtt.

Saltfiskpizza er gríðavinsæl í Suður Evrópu og Mið- og Suður Ameríku og þykir saltfiskur þar sem álegg á pizzu eins sjálfsagður og pepperoni á Íslandi.  Hér er einföld uppskirft að saltfiskpizzu sem við fáum hreinlega ekki nóg af.

Álegg:

  • 500 g sérútvatnaður saltfiskur frá Ektafiski
  • 1 bolli hvítlauksolía
  • 1 bolli pizzusósa
  • 1 bolli svartar ólífur
  • 2 tómatar
  • 1 laukur
  • rifinn ostur

Pizzabotn:

  • 4 dl hveiti
  • 4 tsk ger
  • 1 tsk salt
  • 1 ½ dl volgt vatn
  • 1 msk matarolía

Skerið saltfiskinn niður í fína bita og látið marinerast í hvítlauksolíunni í um hálfa klukkustund.
Hnoðið saman og látið deigið lyfta sér í ca. hálftíma á hlýjum stað
Brytjið tómatana, laukinn og ólífurnar.
Þegar deigið hefur lyft sér er það flatt út og smurt með pizzusósunni – saltfiskurinn, tómatarnir, laukurinn og ólífurnar sett ofaná og ostinum stráð yfir.

Bakið í vel heitum ofni í ca. 30 mínútur.

Berið fram með Sweet Chili sósu.

Verði ykkur að góðu!

Uppskrift af síðu ektafiskur.is