Fara í efni

SúperSmoothie með berjum og mangó

Granatepladuft er víst svo gott að annað eins fyrir finnst ekki. Ekki er það aðeins hlaðið C-vítamíni, heldur er það svo þæginlegt. Auðvitað eru ferskir ávextir betri en oft á tíðum þá fallast manni hendur þegar á að fara að græja granateplin.
SúperSmoothie með berjum og mangó

Granatepladuft er víst svo gott að annað eins fyrir finnst ekki. Ekki er það aðeins hlaðið C-vítamíni, heldur er það svo þæginlegt.

Auðvitað eru ferskir ávextir betri en oft á tíðum þá fallast manni hendur þegar á að fara að græja granateplin.

Chia fræin eru stútfull af omega-3 fitusýrum, andoxunarefnum, trefjum og próteini.

Þessi smoothie er stútfullur af súperfæði.

Uppskrift er fyrir einn.

Hráefni:

2 frosnir eða ferskir banana

½ bolli af frosnu eða fersku mangó

½ bolli af frosnum hindberjum

1 tsk af baobab – má finna í heilsubúðum. Baobab er ávöxtur sem ættaður er frá Afríku, Madagaskar, Ástralíu og fleiri löndum

2 tsk af granatepladuft

½ tsk camu camu berja dufti – má sleppa

¼ tsk mangosteen dufti – má sleppa

1 msk chia fræ

2 bollar af vatni

Leiðbeiningar:

Ef þú ætlar að nota frosna ávexti, leyfið þeim þá að þiðna í um korter. Gott er að hafa a.m.k eina tegund ávaxta frosna til að drykkur sé ískaldur.

Setjið svo allt saman í blandarann ykkar og dúndrið honum á fullt og látið hrærast þar til drykkur er mjúkur.

 

 

Njótið vel!