Svartur lakkrís getur fengið hjartað til að hoppa
Ef hjarta þitt sleppir slagi í hvert skipti sem þú gerir sérlega vel við þig með svörtum lakkrís veit hjartað kannski eitthvað sem þú veist ekki.
Ef þú borðar of mikið af honum kemur hjarta þitt raunverulega til með að taka kipp, sleppa úr slagi eða tveim, já eða jafnvel mörgum.
Þó það gerist sjaldan getur svartur lakkrís valdið óreglulegum hjartslætti hjá sumum, segir matvæla-og lyfjaeftirlitið (FDA) í Bandaríkjunum. Og umfram allt, þetta getur jafnvel valdið alvarlegum skaða.
Vandræðaefnið í svörtum lakkrís
„Svartur lakkrís inniheldur efnasamband sem kemur frá lakkrísrótinni og getur það valdið því að þéttni kalíums getur lækkað. Lægri kalíumgildi geta síðan valdið óeðlilegum hjartsláttartruflunum,“ segir næringarfræðingurinn Kate Patton frá forvarnarsviði hjarta og æðasjúkdóma hjá Cleveland Clinic í Ohio.
Sérfræðingarnir frá FDA segja að svartur lakkrís innihaldi samsett glycyrrhizin, sem er sætuefnasamband sem fengið er úr lakkrísrótinni. Efnasambandið getur valdið því að kalíum í líkamanum minnkar og Þegar þetta gerist upplifa sumir óeðlilegan hjartslátt.
Lækkun á kalíum getur verið hættuleg
Aðrir, einkum þeir sem eru yfir 40 og hafa sögu um hjartasjúkdóma og eða háan blóðþrýsting geta lent í því að upplifa önnur og hugsanlega alvarlegri vandamál meðal annars hækkun á blóðþrýstingi, svefnhöfgi og í verstu tilfellum jafnvel hjartabilun.
„Ef þú ert nú þegar með hjartasjúkdóm eða háan blóðþrýsting, þá er gott að vera meðvitaður um hvernig tilfinningin er ef þú borðar svartan lakkrís,“ segir Patton. „Hættu að borða hann ef þér finnst, eða tekur eftir að hjartslátturinn verði óreglulegur.“ Patton bætir hins vegar við að matvæli sem auglýsa sig sem „lakkrís“ eða með „lakkrís bragði“ og nota anís olíu en innihalda ekki svartan lakkrís, þau matvæli munu ekki auk líkur þínar á hjartsláttartruflunum.
Hversu mikið er of mikið ?
Svo hversu mikið er of mikið? FDA segir að þeir sem borða 56,7 grömm af svörtum lakkrís á dag í að minnsta kosti tvær vikur séu að borða of mikið.
Ritstjóri Hjartalif.is gerði óvísindalega könnun á því hvað þetta væri mikið magn til að setja þetta í íslenskt samhengi og þetta eru um 20 bitar af lakkrís á dag og það er nú ekkert voðalega mikið magn.
Ein lakkrísrúlla er um 29 grömm og lakkrísreimar fást í 110 og 200 gramma pakkningum.
Ég veit hinsvegar ekki hvort margir hefðu lyst á því að borða þetta mikið magn í tvær vikur samfleytt.
Patton segir fyrirbærið sjaldgæft, en ef þér finnst fyndið að fá hjartsláttarónot eftir að borða svartan lakkrís og ef þú ert með þekkt hjartavandamál í fortíðinni, ekki hika við að hringja í lækni.
„Ef þú hefur einhverjar áhyggjur væri rétt að leita ráða á læknavakt eða heilsugæslu. Ef þetta er virkilega alvarlegar truflanir á hjartslætti þá myndi ég mæla með því að leita á bráðamóttöku því það er betra að vera öruggur.“
Góðu fréttirnar eru þær að ef þú skyldir borða of mikið af lakkrís og byrja að verða veikur, segir Patton að kalíumgildi jafni sig yfirleitt aftur án varanlegra vandamála fyrir heilsuna.
Enn og aftur erum við minnt á að allt er best í hófi.
Þýtt og staðfært af ritstjóra.
Heimild: hjartalif.is