Fara í efni

Sveppir eru fullir af öflugum næringarefnum

Í þúsundir ára hafa íbúar austurlanda vegsamað hollustu sveppa.
Ekki gleyma sveppunum
Ekki gleyma sveppunum

Í þúsundir ára hafa íbúar austurlanda vegsamað hollustu sveppa.

Sveppir eru ríkir af kalki og D-vítamíni. Sveppir hafa verið settir í hóp grænmetis. Sveppir eru innihalda mjög lítið af kaloríum, sem sagt fitulausir, þeir eru glútein lausir, innihalda lítið af sodium en eru ríkir af næringarefnum eins og selenium, kalíum, riboflavin, niacin, kalki og D-vítamíni.

Það er mikið einblínt á gæði ávaxta og grænmetis sem flest öll eru í fallegum björtum litum og sveppurinn hefur þurft að sitja í myrkrinu.

En sveppir eru ríkir af næringarefnum:

-         Þú finnur B-vítamín í sveppum ásamt, riboflavin, niacin og panthothenic sýru sem gefa okkur orku til að brjóta niður prótein, fitu og kolvetni. B-vítamín eru einnig afar góð fyrir taugakerfið.

-         Pantothenic sýra hjálpar framleiðslu á hormónum og skiptar mikilvægt hlutverk í taugakerfinu

-         Riboflavin stuðlar að heilbrigðum rauðum blóðkornum

-         Niacin er afar gott fyrir húðina, meltinguna og taugakerfið

Í sveppum má einnig finna steinefni:

-         Selenium er steinefni sem vinnur eins og andoxunarefni, það ver frumur líkamans, þá sérstaklega þær frumur sem verja hjartað. Það vinnur einnig gegn því að krabbameinsfrumur myndist. Einnig hefur það mikilvægu hlutverki að gegna fyrir ónæmiskerfið og frjósemi hjá karlmönnum. Það má finna selenium í mörgum öðrum mat en sveppirnir eru þeir ríkustu af þessu steinefni.

-         Ergothioneine er náttúrulegt andoxumarefni sem ver frumurnar. Sveppir eru ríkir af þessu efni.

-         Kopar vinnur með framleiðslu á rauðum blóðkornum, en þau flytja súrefnið um líkamann. Kopar stuðlar einnig að heilbrigði beina og tauga.

-         Kalíum er mikilvægt steinefni og allt of margir eru ekki að fá næginlegt magn af því. Kalíum stuðlar að eðlilegri vökvaflóru í líkamanum og passar upp á að steinefnin vinni sína vinnu. Kalíum er afar gott fyrir hjartað, vöðvana og taugar.

-         Beta-glucans má finna í ansi mörgum tegundum af sveppum. Þetta efni styrkir ónæmiskerfið og hefur sýnt að það vinnur gegn ofnæmi.

Andoxun og ónæmiskerfið

Sveppir eru fullir af selenium – en það er nauðsynlegt andoxunarefni. Það ver frumur gegn skemmdum sem síðar gæti leitt til alvarlegra sjúkdóma. Það styrkir ónæmiskerfið einnig til muna.

D-vítamínið

Ef þig skortir D-vítamín, skaltu muna eftir sveppunum.

Aðrir kostir sveppa

Eins og allir ávextir og grænmeti eru sveppir glúteinlausir. Sveppir henta grænmetisætum vel og einnig þeim sem eru Vegan.

Heimild: mushroominfo.com