SYKUR – SAMÞYKKTA DÓPIÐ! Umfjöllun úr nýjasta tímariti MAN Magasín
Janúar tölublað MAN kom út á dögunum og er áherslan á heilsutengd málefni rétt eins og hjá þorra þjóðarinnar í upphafi árs.
Ein greinanna í tímaritinu fjallar um áhrif sykurs á heilsu okkar.
Vissir þú að Íslendingar eru stærstu neytendur sykurs meðal Norðurlandabúa?! Auk þess erum við á mörkum þess að neyta sama sykurmagns og Bandaríkjamenn að meðaltali á mann.
Júlía Magnúsdóttir heilsumarkþjálfi og næringar- og lífsstílsráðgjafi fræðir lesendur MAN um hvernig er best að finna sykur í innihaldslýsingum en einnig gefur hún ráð um það hvernig sneiða megi hjá skaðvaldinum.
Fimm einföld ráð til að sleppa sykri
1. Bættu við ávöxtum og/eða grænmeti sem hafa náttúrulega sætu og trefjar. Epli, jarðarber, bananar, sætar kartöflur eða rófur eru góð dæmi um fæðu sem getur hjálpað við að svala sykurþörf.
2. Gríptu 70-80% lífrænt súkkulaði í stað mjólkursúkkulaðis næst þegar sykurlöngun kemur upp. Algeng mýta er að súkkulaði sé slæmt en í raun er súkkulaði frábært ofurfæði og hjálpar líkamanum að melta betur það sem er neytt með því. Súkkulaði er einungis slæmt þegar við erum að tala um mjólkursúkkulaði stútfullt af sykri.
3. Fáðu þér glas af vatni þegar sykurlöngun gerir vart við sig og athugaðu hvort löngunin minnkar ekki.
4. Notaðu listann yfir algeng nöfn sykurs og forðastu matvæli og bætiefni sem innihalda sykur.
5. Bættu avókadó eða kókosolíu út í boost drykkinn. Góð fita hjálpar til við að halda blóðsykursjafnvægi í líkamanum og eykur seddu.