Það besta sem þú getur fengið þér í morgunverð – dagur 13
Næstu daga munum við á Heilsutorgi birta greinar um hollan morgunverð.
Næstu daga munum við á Heilsutorgi birta greinar um hollan morgunverð.
Til að byrja daginn rétt skiptir morgunmaturinn miklu máli.
Þetta er næst síðasti dagurinn sem við kynnum ykkur fyrir því sem best er að fá sér í morgunmat.
Morgunkorn
Það getur verið flókið að finna rétta morgunkornið fyrir hollan morgunmat. Ástæðan, jú úrvalið er bara of mikið.
Best er að velja morgunkorn sem er ríkt af trefjum og helst án sykurs.
Helst er þá að leita að heilkorna morgunkorni eða hveitiklíðkorni. Þessi morgunkorn eru rík af trefjum, riboflavin, fólín sýru og öðrum nauðsynlegum næringarefnum.
Notaðu svo undanrennu eða möndlumjólk út á morgunkornið þitt.
Full skál af hollustu og hamingju.