Fara í efni

Það besta sem þú getur fengið þér í morgunverð – dagur 5

Næstu daga munum við á Heilsutorgi birta greinar um hollan morgunverð.
Það besta sem þú getur fengið þér í morgunverð – dagur 5

Næstu daga munum við á Heilsutorgi birta greinar um hollan morgunverð.

Til að byrja daginn rétt skiptir morgunmaturinn miklu máli.

Í dag eru það eggin.

Egg

Þessi dásamlegu litlu hollustuhús hafa svo sannarlega stimplað sig inn í okkar mataræði aftur. Á tímabili var talið að egg væru ekki eins holl og fólk hélt en það er nú önnur saga.

Egg eru nú í hávegðum höfð því þau eru rík af próteini og næringarefnum eins og D-vítamíni.

Það segir í einni rannsókn að kólestrólið í matnum okkar hefur ekki eins mikil áhrif á kólestról í blóði eins og áður var haldið fram.

Ef þú ert að velja gott prótein og ekki að raða í þig hrúgum af fitu þá eru egg súper góð fyrst á morgnana.

Það má sjóða þau, steikja, hræra og margt fleira.

Prufaðu að búa til ommilettu með grænmeti.

2 egg að morgni er frábær byrjun á deginum.

Njótið vel!