Toblerone ís um jólin
Senn líður að jólum og alveg tilvalið að fara að huga að eftirréttinum á aðfangadag, nú eða á gamlárskvöld.
Senn líður að jólum og alveg tilvalið að fara að huga að eftirréttinum á aðfangadag, nú eða á gamlárskvöld.
Toblerone ísinn sem er ómissandi yfir hátíðirnar.
Hráefni:
5 eggjarauður
5 msk. sykur
150 g Toblerone, brætt
5 dl rjómi, þeyttur
100 g Toblerone, fínsaxað
Leiðbeiningar:
Þeytið eggjarauður og sykur saman í hrærivél í 3-4 mínútur eða þar til blandan er orðin létt og ljós.
Bræðið 150 g af Tobleronesúkkulaði yfir vatnsbaði, kælið það lítillega og hellið því síðan út í eggjablönduna í mjórri bunu. Blandið vel saman.
Hrærið rjómann að lokum varlega saman við með sleif. Hellið blöndunni í fallegt mót og skreytið með söxuðu Toblerone.
Frystið í a.m.k. 4 klst.
Uppskrift fengið af vef Gerum daginn girnilegan