Fara í efni

Tómatar hafa afar góð áhrif á heilsuna

Hvað er svona gott við tómata?
Tómatar hafa afar góð áhrif á heilsuna

Hvað er svona gott við tómata?

Tómatar eru hlaðnir efni sem heitir lycopene. Það er þessu efni að þakka að tómatar eru fallega rauðir og þetta efni ver þá einnig gegn útfjólubláum geislum sólarinnar.

Á sama hátt geta tómatar varið þínar frumur frá skemmdum.

Tómatar innihalda einnig kalíum, B-vítamín, E-vítamín og lengi mætti telja.

Ónæmiskerfið

Lycopene er andoxunarefni. Það berst gegn skemmdum á frumunum í líkamanum og ver ónæmiskerfið. Og vegna þessa, þá er matur sem er ríkur af lycopene, eins og tómatar, afar góður til þess að verja líkaman gegn allskyns krabbameinum.

Hjartað

Lycopene getur einnig gert góða hluti þegar kemur að kólestrólinu. Það nefnilega lækkar hlutfall slæma kólestrólsins í líkamanum og þar af leiðandi minnkar líkur á hjartasjúkdómum. Önnur næringarefni í tómötum eins og B og E-vítamín og andoxunarefni sem heitir flavonoids gera einnig mjög góða hluti fyrir hjartað þitt.

Augun

Í tómötum má finna efnin lutein og zeaxanthin en þau eru afar góð fyrir augun. Þessi efni aðstoða t.d líkamann við að verja augun gegn bláum ljósum sem skjáir og slíkt gefur frá sér. Einnig geta þessi efni aðstoðað augun gegn þreytu og þú færð þá síður höfuðverk vegna reynslu á augun.

Lungun

Í nokkrum rannóknum kemur fram að tómatar geti verið mjög góð viðbót við mataræði þeirra sem eru með astma. Tómatar geta þannig varið lungun gegn óæskilegum óhreinindum, a.m.k styrkt þau. Þetta er mjög sennilega vegna lycopene, lutein og zeaxathin ásamt öðrum andoxunarefnum. Þessi efni berjast gegn skaðlegum efnum sem við öndum að okkur daglega. Verið er að rannsaka þetta enn frekar.

Æðarnar

Að neyta tómata reglulega gerir það að verkum að líkur á heilablóðfalli minnka talsvert. Rannóknir hafa sýnt fram á að tómatar hafa bólgueyðandi eiginleika, þeir efla ónæmiskerfið, lækka kólestrólið og koma í veg fyrir að blóðið myndi kekki – tappa.

Munnurinn

Komið hefur fram í nokkrum rannsóknum að lycopene er afar gott þegar kemur að heilbrigðum góm. En það er eitt, ef þú borðar of mikið af hráum tómötum þá getur þú skemmt glerunginn á tönnunum því tómatar innihalda mikið af sýru, og bursta tennur á eftir gerir illt verra. Best er að bíða í hálftíma og bursta svo tennurnar. En þetta á við um allan mat og drykk sem inniheldur mikið af sýru.

Húðin

Það vita allir að hattar og sólarvörn hjálpa þér að verja húðina gegn sólinni. En það vita kannski færri að lycopene í tómötum getur haft áhrif á þetta, lycopene getur sem sagt varið húðina gegn sólinni. En ekki bera tómata á þig, þetta virkar bara innanfrá.

Heimild: webmd.com