Fara í efni

Túnfisksalat á gulróta- og graskersbrauði

Alveg bráðhollt túnfisksalat hér á ferð.
Túnfisksalat á gulróta- og graskersbrauði

Við mælum með þessu túnfisksalati. 

Uppskrift er fyrir 4.

Túnfisksalat:

600 g túnfiskur (úr dós) (kreistið allan vökvann úr)

100 g kotasæla

20 g 18% sýrður rjómi

4 stk harðsoðin egg

2 stk appelsínugul paprika

1 stk rauðlaukur

4 stk vorlaukar, saxaðir

3 msk saxaður ferskur graslaukur

salt og pipar

Aðferð:

Blandið saman túnfisknum, kotasælunni og sýrða rjómanum.  Eggin eru skorið á tvo vegu og hrært varlega saman við túnfiskinn ásamt paprikunni sem skorin er í teninga, söxuðum rauðlauknum, vorlauknum og graslauknum.  Að lokum er salatið smakkað til með salti og pipar

Gulróta- og graskersbrauð:

200 g heilhveiti eða heilhveit spelt

1 msk lyftiduft

80 g gulrætur

90 g kotasæla

1 msk olífuolía

100 ml vatn (gæti þurft aðeins meira)

40 g graskersfræ

1 tsk salt

Aðferð:

Gulræturnar eru burstaðar með grænmetisbursta undir rennandi köldu vatni og rifnar fínt á rifjárni.  Þurrefnum er blandað saman í skál og gulrótunum blandað þar saman við ásamt kotasælunni, fræjunum og olíunni. Deigið er hrært varlega saman og vatninu bætt smátt og smátt saman við. Gætið þess að hafa deigið ekki of blautt. Klæðið jólakökuform að innan með smjörpappír og hellið deiginu í formið. Brauðið er bakað í 50 mínútur við 200°C og það síðan tekið úr forminu ag það bakað í 10-15 mínútur til viðbótar.

Höfundar uppskriftar eru:

 

Steinn Óskar Sigurðsson, matreiðslumaður og liðsmaður í kokkalandsliðinu og

Fríða Rún Þórðardóttir, næringarfræðingur.