Fara í efni

Upplifir þú orkuleysi?

Hvað er að valda orkuleysi hjá þér? Getur það verið allt annað en er hjá næsta manni? Því að öll erum við einstök. Eitt er þó víst að þegar við höfum meiri orku þá afköstum við svo miklu meira. Orkuleysi getur stafað af uppsöfnuðu eitri í líkamanum, áreiti, fæðuóþoli eða öðru sem við tökum jafnvel ekki eftir! Ég nefni því hér fjórar algengar ástæður fyrir orkuleysi og hvernig þú getur snúið þeim við á augabragði!
Upplifir þú orkuleysi?

Hvað er að valda orkuleysi hjá þér? Getur það verið allt annað en er hjá næsta manni? Því að öll erum við einstök. Eitt er þó víst að þegar við höfum meiri orku þá afköstum við svo miklu meira.

Orkuleysi getur stafað af uppsöfnuðu eitri í líkamanum, áreiti, fæðuóþoli eða öðru sem við tökum jafnvel ekki eftir!

 

Ég nefni því hér fjórar algengar ástæður fyrir orkuleysi og hvernig þú getur snúið þeim við á augabragði!

1. Skortur á svefni

Það þykir eflaust augljóst en á meðan þú sefur gefur þú líkamanum og heilanum tækifæri á að endurhlaða og safna orku. Svefn er því nauðsynlegur fyrir okkar tilveru en einnig mikilvægur eiginleiki fyrir brennslu líkamans.

Snögg lausn: Farðu í háttinn á sama tíma á hverju kvöldi og gefðu líkamanum 7-8 klst svefn.

2. Vatnskortur

Vissir þú að 60-70% af líkamanum er vatn? Vatn hefur það hlutverk að færa næringarefni milli frumna og flytur úrgang úr lungum, meltingu og nýrum svo þau geti skilað frá sér. 

Snögg lausn: Fylltu tveggja lítra flösku/könnu af fersku íslensku vatni á hverjum morgni og geymdu inni í ísskáp og drekktu af flöskunni jafnt og þétt yfir daginn.

3. Skortur á súrefni:

Skortur á súrefni getur valdið því að þú finnir til þreytu, einbeitingaskorts, svima eða slappleika. Góð öndun og útivist getur hjálpað. 

Snögg lausn: Næst þegar þú kemur heim og vilt taka síðdegislúr farðu þá frekar í gönguskóna og út að ganga í smá stund. Súrefnið og náttúran hafa jákvæð áhrif á orkuna.

4. Óhreinn ristill

Ristillinn er stórt fráveitukerfi og með því að vanrækja hann getur þú valdið því að hann verði geymslustaður fyrir eiturefni. Þegar ristillinn er hreinn og eðilegur ert þú orkumikil/l og hraust/ur. Að hreinsa ristilinn getur verið eins einfalt og að nota hreinsun með heilfæðu.

Snögg lausn: Byrjaðu með meira af grænmeti á millimála. Hráar íslenskar gulrætur, tómatar, gúrkur og brokkoli eru frábærir kostir eða prófaðu orkumolann hér að neðan. Trefjar bæta einnig meltingu okkar.

Þú getur bætt orku þína með þessum snöggu lausnum en samt gæti rót orkuleysisins  enn verið til staðar. Því getur hreinsun komið sterk inn því að líkja mætti hreinsun við að ýta á endurræsingar hnapp líkamans svo hann starfi betur og brenni fitu

Það kemur mörgum á óvart að hægt sé að hreinsa án þess að fasta eða kvelja líkamann. Að því gefnu hef ég 5-daga hreinsun með fæðu að náttúrlegu þyngdartapi, aukna orku og vellíðun í líkama. 

Matarhreinsunin var mitt fyrsta skref að jafnvægi og hún gæti líka verið þitt fyrsta skref!

Ef þú vilt kynna þér meira um matarhreinsun geturðu farið hér og  sótt1 dags matseðil ásamt kennslusímtali um matarhreinsun hér.

Orkumoli í skammdeiginu

image001

Hér kemur minn helsti orkumoli og það sem ég nota m.a. þegar ég hreinsa! Í þessum hrákúlum eru frábærar trefjar og í þokkabót eru þær hrikalega góðar!

Hráefni:  

3 dl kókosmjöl

1 1/4 dl kakóduft

1 dl döðlur, smátt saxaðar

1 dl fíkjur, smátt saxaðar

1 dl apríkósur, smátt saxaðar

2 msk sítrónusafi

1/3 dl kakósmjör, brætt í vatnsbaði

Salt eftir smekk

Allt  hráefni er sett í blandara eða matvinnsluvél. Deigið mótað í kúlur og sett í frysti eða kæli. 

Mörgum þykja þessar hrákúlur gefa frá sér örlítið rommbragð, það má vísa til fíkjanna. Ekki er víst að öllum finnist þessar kúlur góðar vegna þessa en þá má prófa hrákúlur með höfrum, rúsínum eða kakói.

Heilsa og hamingja

Júlía heilsumarkþjálfi