Fara í efni

Vegan osta sósa sem er frábær á t.d pizzuna eða í Nachos

Vegan osta sósa sem er frábær á t.d pizzuna eða í Nachos

Í þessari dásamlegu vegan osta sósu eru kartöflur og gulrætur til að gefa sósunni svona rjómalagaða áferð.

Sósan er afar góð á t.d nachos, í makkarónur og ost og ofan á pizzu.

Þessi sósa er glútein laus.

Uppskrift fyrir 4.

Hráefni:

2 bollar af niðurskornum kartöflum – muna af afhýða

½ bolli af gulrótum, hreinsa og skera smátt

¼ bolli af kasjú hnetum – láta liggja í volgu vatni í klukkutíma

½ bolli af vatni – gott að nota vatnið af eldaða grænmetinu

¼ bolli af næringaríkum ger flögum

1 msk af sítrónu safa

1 tsk af tahini mauki (paste)

1 tsk af lauk dufti

1 tsk af hvítlauks dufti

1 tsk af sjávar salti

Klípa af Cayenne pipar

Leiðbeiningar:

Sjóðið kartöflur og gulrætur saman yfir meðal hita í um 10 mínútur.

Takið kartöflur og gulrætur úr potti með spaða eða gataðri skeið og setjið í blandara.

Bætið ½ bolla af vatni saman við.

Látið hrærast vel.

Bætið núna saman við kajú hnetum og restinni af hráefnum og látið hrærast mjög vel saman.

Njótið vel!