Fara í efni

Ekki leyfa glútenfríu vörunum að plata þig!

Glútenfrítt kex! Það hlýtur nú að vera hollt
Viðbættur sykur inniheldur engin næringarefni
Viðbættur sykur inniheldur engin næringarefni

Glútenfrítt kex! Það hlýtur nú að vera hollt

…En er það virkilega?

Allt þetta glútenfrí tal í umræðunni hlýtur að fá þig til að horfa á glúten með bannvænum augum eða allavega spyrja sjálfa þig hvort þú ættir nú að hleypa þessari fæðu innan um varir þínar eða ekki.

En eru glútenfríu vörurnar virkilega eins hollar og þær virðast vera?

Ef betur er gáð geta sumar af þessum glútenfríu fæðukostum verið jafnvel óhollari en glútenvaran sjálf sem þú varst svo samviskusamlega að reyna að forðast.

Ég gerði mér ferð í búðina til að sýna þér í svörtu og hvítu hvernig þú getur valið “réttu” afurðina af glútenfríu vörunni og hvað þú getur gert til þess að forðast að kaupa óholla glútenfría vöru út í búð.

Því langur listi af innihaldsefnum í sumum þessara vara fá mann til að spyrja sig hvort varan sé raunverulega holl eða ekki.

Ég trúi því að bara með því að skilja hvað innihaldslýsingarnar eru raunverulega að segja þér getur það ráðið úr ýmsu þegar kemur að búðarinnkaupum þínum og fæðuvali.

Skoðum eitthvað sem flest heimili í dag kaupa inn, eitthvað sem við notum mörg sem hollt og fljótlegt millimál

Hrökkbrauð!

Hér sjáum við mjög algenga afurð af hrökkbrauði “Burger Spelt”. Þetta hrökkbrauð inniheldur glúten en skoðum betur innihaldið

Screenshot 2014-03-24 13.40.07

4 innihaldsefni! frábært!

 Screenshot 2014-03-24 13.40.42 

Í tilraun að skipta út hrökkbrauðinu, sem inniheldur glúten, fyrir glútenlaust þarf að fara gætilega að því annars geta umbúðirnar platað þig.

Hér sérðu glútenlaust hrökkbrauð sem virðist ósköp hollt ekki satt….

Screenshot 2014-03-24 13.38.43

En skoðum nánar hvað innihaldslýsingin segir: 

Screenshot 2014-03-24 13.39.25
 
Hvað þýðir allt þetta?

Maísterkja = Sem fyrsta innihaldslýsingin þýðir það að varan inniheldur mest af því. En hvað er maísterkja raunverulega. Hún er búin til úr fræhvítu sem er í miðju maískjarnans. Til þess að ná til fræhvítunnar, er maísinn unninn þannig að allt ytra lag er fjarlægt. Fræhvítan er síðan hökkuð niður í fínt hvítt duft sem við þekkjum sem maíssterkju. Lykilorðið hér er unnið og unnið á þann hátt að næringarefni eru tekin frá maísnum.

Sukker/sykur = Viðbættur sykur inniheldur engin næringarefni og getur verið stór partur af þyngdaraukningu og orkuleysi. Sykur getur skapað insúlínviðnám og er skref í átt að efnaskiptakvillum og sykursýki.

E464 = Hýdroxýprópýlmetýlsellulósaasetatsúksínat er útbúið úr sellulósa, helsta fjölsykra og uppistaða úr tré og öllum plöntum. Stórir skammtar geta leitt til vandamála í þörmun, eins og uppþembu, hægðatregðu eða niðurgangs.,

E471 = Þó svo að jurtaolíur séu aðallega notaðar, er notkun dýrafitu (t.d svína) einnig til staðar. Sumir hópar af fólki, eins og grænmetisætur, múslímar og gyðingar forðast þessar fitursýrur. Aðeins framleiðandinn sjálfur getur gefið nákvæmar upplýsingar um uppruna fitusýra. Efnafræðilega eru fitusýrur frá jurtum og dýrum eins uppbyggðar.

Ekki eru þó allar glútenlausar vörur eins og þessar, en gæta þarf að staldra við kerruna og líta á innihaldslýsinguna

Skoðum þá næst aðra tegund af glútenlausuhrökkbrauði; “organic chestnut”

Screenshot 2014-03-24 13.41.56

Hvað segir innihaldslýsingin? 

Screenshot 2014-03-24 13.41.27

3 innihaldsefni takk fyrir! Svona á þetta að vera

Hrísgrjónahveiti (unnið úr heilum hrísgrjónum), kastaníuhnetu hveiti og sjávarsalt

Engin aukaefni eða erfðabreytt innihaldsefni í þessari vöru og því mun ákjósanlegri kostur!

Hvort þú sért með glútenóþol eða ekki, þarf ekki að vera fyrir vissu að glútenlausavaran sé ákjósanlegasti kosturinn fyrir þig!

Því þegar betur er skoðað getur glútenfría varan verið enn skaðlegri en varan með glúteni.

Næst þegar þú ferð í búðina, notaðu þessar 3 lykilreglur þegar þú skoðar innihaldslýsinguna!

3 lykilreglur Júlíu:

  1. Fyrsta innihaldið á innihaldslýsingunni er það sem mest er í vörunni, það ætti því að vera ákjósanlegt.
  2. Að varan innihaldi í mesta lagi 10 hluti.
  3. Ef þú getur ekki sagt nafnið á innihaldinu þá var það trúlega unnið á rannsóknarstofu og kemur ekki frá móðir náttúru.

Ekki leyfa glútenfríu vörunum að gabba þig, nú veist þú betur.

Deildu með vínkonu á facebook svo hún látti ekki gabbast í búðinni og líkaðu við greinina ef hún vakti þína athygli!

En aftur til þín

Hefur þú keypt glútenfría vöru bara því það stóð glútenfrítt? (ég hef gert það) Ef svo er hvað vakti mest áhuga þinn í greininni hér að ofan?

Skrifaðu mér í comment hér neðar og köfum dýpra

Heilsa og hamingja

Júlía heilsumarkþjálfi , Meira á lifdutilfulls.is


Lifðu til Fulls er heilsumarkþjálfun ólík annari þar sem sérstök áhersla er lögð á að konur setji sjálfa sig í fyrsta sæti með einfaldri sjálfsumhyggju og meiri ást – svo þær geti starfað við sitt besta á hverjum degi og notið sín!