Þó svo að egg séu prótein- og næringarrík, til dæmis af járni og D-vítamíni, þá getur önnur næringarrík og fjölbreytt fæða komið í þeirra stað.
Það sem hins vegar getur háð er hvernig egg eru notuð td. matargerð og í bakstur og gefa þar bindingu og hindra að kökur molni. Í stað eggja má nota tilbúið eggjalíki úr pakka eða kartöflumjöl eða sojamjöl hrært saman við vatn (1 msk mjöl 2 msk vatn fyrir hvert egg).
Ávaxtamauk hefur einnig reynst vel og þá um 25 g fyrir hvert egg, sama má segja um Fiber Husk, ½ msk passar fyrir eina formköku.
Einnig má nýta allan þann fjölda af uppskriftum af kökum og bakkelsi sem ekki innihalda egg til dæmis á heimasíðu Astma- og ofnæmisfélagsins.