Góðan daginn.
Vikan þýtur áfram .
Námskeiðið "kenndu mér að borða rétt...og góðri heilsu halda létt" var á viku þrjú í gær.
Vorum við með prótein viku í gær.
Allt um próteinin :)
Og maturinn sem ég var með að lokinni fræðslu hjá henni Erlu Gerði var :
Harðfiskur með avacaco
Rose kjúklinga læri með arabíska kjúlla kryddinu frá Pottagöldrum
Kínóa með ristuðum möndlum og ristuðum Rapunzel fræjum
Steikt grænmeti með ostasósu
Yddaður kúrbítur og til að toppa gleðina
Svartbauna "Brúnkur" jummí súkkulaði browní :)
Allt er þetta matur með góðu prótein innihaldi :)
Borðum mat :)
Njótum þess að gefa líkamanum góðan hollann mat.
Við sem ekki erum afreksfólk í íþróttum þurfum ekki prótein dollur til að fá vöðva eftir æfingu :)
Heldur borða góðan hollan mat.
Mér finnst þetta orðið allt ganga út á að kaupa sér hjálpar efni til að ná árangri.
Að maður sé ekki maður með mönnum nema eiga dollur af "kraftaverkum"
Ég hef alltaf verið í megrun
Alla mína ævi.
Og ég er dúndur dugleg í megrun :)
Kann að fara í megrun og mjókka niður í fá kíló.
En hef aldrei haldið megrun út.
Og hef farið upp um öll kílóin sem hafa tapast í megrun.....og sinnum mörg í viðbót.
Blásið út.
Því annað hvort hef ég verið í megrun eða ekki.
Þetta eða ekki.....er hömlulaust át.
Ég var annað hvort í svelti eða tróð öllu inn fyrir mínar varir.
Kunni ekki meðalvegin.
Og var alltaf að brjóta mig niður.
Iss byrja bara á mánudaginn!!!
Og fæ mér nú hressilega að borða áður.
Þess vegna verð ég að passa mig svo vel :)
Breyttur lífsstíll er fyrir mér þvílík blessun.
Að ná taki á huganum að þetta snúist ekki um að missa sem mest af kílóum.
Heldur að vera heilbrigð.
Vera sátt.
Hugsa um líkamann og ekki misbjóða :)
Með breyttu mataræði og hreyfingu hef ég náð að verða hraustari en nokkru sinnum áður :)
Er í góðu formi ....en með mín aukakíló :)
Borða hollan mat.
Borða hreinan mat og reyni að gera sem mest frá grunni.
Flæki ekki mataræðið of mikið.
Ég veit að með þessari aðferð verð ég hraustari, sterkari og hægt og rólega fara þessi aukakíló.
En það er alltaf samt þessi púki sem býr innra með manni.
Púkinn sem vill verða mjór núna.
En ég hef fóðrað þennan púka alltof oft með skyndilausnum og niðurbroti svo í dag þegar að þessi púki riðst upp á yfirborðið og vill að vigtin hrapi í frjálsu falli niður undir öll mörk....þá sný ég hann niður :)
Verð ennþá ákveðnari að gera þetta loksins rétt.
Ætla að halda mig við þessa aðferð því mér líður loksins vel.
Ég er lyfjalaus með öllu.
Og að koma sér frá lyfjum og endalausum verkum yfir í hraustan einstakling sem borðar sig hrausta og hreyfir sig til gleði .....er fyrir mig sem "lotto vinningur"
Og eg fer ekki ofan af því að við getum þetta öll.
Spáum í hvað við borðum.
Flækjum ekki lífið með niðurbroti og vanlíðan.
Heldur borðum okkur frísk ...og borðum af okkur aukakílóin :)
Njótið dagsins.