Góðan daginn.
Hvað langt á botninn þarf maður að fara áður en "wake up call-ið" kikkar inn ??
Í dag get ég spáð í þetta.
En fæ engan botn.
Afhverju þetta smellur saman núna .....
Það er sennilega ekki neitt eitt.
Það eru svo mörg lítil atriði .....svo ótal mörg atriði :)
Hugsunin, hreyfingin, hreina mataræðið, betri lífssýn, svefninn :)
Rétta hjálpin barst mér á réttum tímapunkti .
Það eru öll litlu atriðin :)
Og að fá rétta hjálp frá fagfólki sem veit hvað það er að gera :)
Fæ aldrei nóg af að þakka Heilsuborg fyrir nýja lífið mitt.
Og ykkur kæru vinir fyrir alla hvatninguna :)
Ef þú gerir þitt besta .....geta hlutirnir seint klikkað :)
Og því betur sem þú hugsar um sjálfa þig....ganga hlutirnir upp.
Farðu fram af KÆRLEIK.
Og vertu þinn besti vinur.
Njótið dagsins.