Góðan daginn.
Heilsuborg varð 5 ára í gær.
Ég kynntist ekki Heilsuborg fyrr en árið 2012.
Og skreið þá þar meðfram veggjum á leiðinni í prógramm sem ég skráði mig til eins árs.
Þetta var stórt skref.
Ég var nú ekki hoppandi glöð né hafði mikla trú á sjálfri mér að ætla fara mæta í eitthvað sprikl og vesen í HEILT ÁR !!!
Þetta var drullu erfitt í byrjun.
Bæði líkamlega og andlega.
Ég var í svo slæmu formi að ég gat til dæmis ekki tekið fulla þátt í leikfiminni.
Komst ekki niður á gólfið ..... gat ekki staðið upp aftur.
Árið leið hratt og gleðin tók yfir mjög fljótlega.
Kílóunum fækkaði og ég komst í aðeins betra form eftir því sem vikunum og mánuðum leið.
Held að mesta afrekið hafi verið að komast niður á dýnuna ... og upp aftur :)
Eftir það voru mér allir vegir færir :)
Ég kom ekki nálægt lóðum í byrjun.
Réði varla við sjálfan mig hvað þá að ég færi að bæta við þyngdum....
Í dag er lyft þungt :)
Dýnan er óspart notuð.
Plankað og gerðar æfingar þar sem ég hefði nú sennilega hrokkið upp af ég hefði prufað i byrjun.
Þannig virkar þetta.
Maður reynir og reynir og ýtir sjalfum sér aðeins lengra!!!!
Aldrei að gefast upp :)
Þá kemur árangurinn í ljós.
Ég er löngu búin með þetta ársnámskeið.
En ennþá er gleðin við völd og ég mæti 5 sinnum í viku í mína tíma núna.
Er í allskonar prógrammi.
Allt frá því að dansa Zumba í að lyfta svo þungu að stjörnurnar hanns Tomma í Tomma og Jenna verða sýnilegar :)
Þetta gerist ekki á skotstundu.
Heldur með endalausri vinnu!!!
Ég er komin úr buxnastærð UK stærð 28 niður í stærð 16 :)
Á meira að segja tvennar í st. 14 ... pottþett vitlaus merking hehhehe,
En frá mínum þyngsta punkti er ég 52 kílóum léttari.
Mataræðið er það sem skirptir öllu máli.
Og gerðist ég minn eigin "heilsu kokkur"
Tók til í mataræðinu :)
Ég er ekki góðkunningi apóteka lengur.
Tek ekki nein lyf .
En hér áður voru reikningar fyrir lyfjum háir.
Ég er með MS sjúkdóminn og hef aldrei verið betri af honum.
Lyfjalaus með öllu.
Var áður að þurfa sprauta mig og taka lyf til að halda haus yfir daginn.
Mikið af verkjatöflum til að halda verkjum frá.
Pillur til að ná að sofa.
EKKERT af þessu er í mínum húsum í dag :)
Ég verð að fá að þakka Heilsuborg fyrir að vera til fyrir fólk eins og mig.
Að finna að maður er alveg þess virði :)
Að allt er hægt.
Að finna fyrir hlýhug og gleði.
Og takk elsku þjálfarar sem hafið komið mér á þann stað sem ég er á í dag.
Og eigendur og starfsfólk Heilsuborgar "Til hamingju með árin fimm"
Þið eruð að gera stórkostlega hluti fyrir fólk eins og mig <3
Ómetanlegt !!
Njótið dagsins.