Hugurinn minn er samt komin á flug með ferðina til Sofiu í Búlgaríu.
Maðurinn minn gerði þennan litla bækling fyrir mig.
Ferðin mín í myndaformi.
Ferðin mín komin í bækling.
Góðan daginn.
Jæja Eurovision búið og fór bara frábærlega
Evrópa að verða fordómalaus og mikið gleður það mitt hjarta.
Að við getum fengið að vera eins og okkur líður best.
Hvað er betra en það
Í næstu viku er ég að fara til London og þaðan til Birmingham.
Ætla hjálpa til á sýningu sem heitir Body expo 2014 í Birmingham.
Þar ætlum við að kynna inn í þann stóra líkamsræktarheim Snackfish fullur af náttúrulegu Próteini.
Við þekkjum hann sem Harðfisk
Í Harðfisk er yfir 80% gr. af Próteini í 100gr.
Svo þetta verður pottþétt skemmtileg nýjung inn í Prótein flóruna.
Hugurinn minn er samt komin á flug með ferðina til Sofiu í Búlgaríu.
Maðurinn minn gerði þennan litla bækling fyrir mig.
Ferðin mín í myndaformi.
Og er gaman að sjá þetta svona svart á hvítu.
Þetta er hægt.
Það er hægt að komast út úr heimi sjúklegrar offitu í hraust eintak af sjálfri sér.
Með því að ná taki á huganum :)
Með því að finna kærleikan til síns sjálfs.
Og hlakkar mig orðið mjög mikið til að hitta fleiri sem eru í mínum sporum allstaðar að úr henni Evrópu .
Fólk sem er að lifa með offitu .
Í þessa ferð fer ég stuttu eftir heimkomu frá London.
En í dag er dagurinn sem ég ætla slaka algjörlega á .
Hef keyrt áfram núna í 3 vikur á aðeins of miklum hraða í Heilsuborginni .
Svona er þetta bara þegar að gleðin tekur öll völd.
En líkaminn þarf jafn mikið á rólegheitum að halda og öllum hamagangnum.
Hvíldin er stórt atriði .
Að breyta svona líkama sem var fastur í mikilli offitu og verkjum yfir í hraust eintak á sjálfum sér er mikið og alls ekki létt verk.
Dúndur gaman samt en er ekki líka "Gangið hægt um gleðina dyr" málið .
Passa upp á sjálfan sig ekki keyra sig út.
Eigið góðan sunnudag .