Góðan daginn .
Já hvað þá ef heilsan fer ?
Ég missti mína heilsu.
Ég tengdi þetta ekkert við offitu.
Í dag verð ég titrandi hrædd þegar að ég sé þessar myndir.
Þessa mynd efst í vinstra horni hef ég aldrei birt áður.
Enda algjörlega á mínum verstu tímum offitunar.
Í dag veit ég að skorpulifur…..tengist ekki bara áfengisdrykkju heldur mikilli fitusöfnun.
http://www.visindavefur.is/svar.php?id=13886
Og lenti ég í stórum uppskurði á gallblöðru og miklum veikindum tengt þessu öllu…endaði í kviðsliti…..vegna ofþyngdar.
Algjör afneitun.
Og engin….engin læknir engin sagði við mig.
„Þú ert í lífshættu“ vegna offitu.
Ég lokaði augunum fyrir þessu sjálf.
Ég var svo slæm af rósrauða að stundum sá ég varla útúr augunum.
Slæmt mataræði og rósrauði er algjört „NO NO“
Ég var hjá húðsjúkdómalækni og fór í gegnum leysigeisla meðferðir og kvaldist.
Aldrei var mér bent á að offita er algjört „NO NO“ við svona kvilla.
En þetta var ekki neinum öðrum að kenna…
Ég var bara ekki upplýstari þá.
Og ekki mátti minnast á offituna.
Kannski er þetta öðrvísi í dag….vonandi.
Ég var oft á tíðum svo veik af MS sjúkdóminum…inn og út af spítölum.
Fór í gegnum margra mánaða endurhæfingu bæði á Grensárs og eins Reykjalundi.
Aldrei sagði einn einasti heilbrigðisstarfsmaður neitt við mig „Þú ert svona veik meðal annars út af offitu“
Var komin í svo mikinn vítahring.
Vítahring sem ég þeyttist með hring eftir hring….og alltaf lengdist lyfjalistinn.
Verkjalyf, svefnlyf, MS lyf, sýklalyf,þunglyndislyf, meira af verkjatöflum….
Ég lenti í slæmu bílslysi sem barn og brotnaði illa á baki.
Varð ekki söm á eftir.
Og gat mig illa hreyft .
Fitnaði….og hélt áfram í genum tíðina að fitna.
Ekki bætir það bak meislin að hlaða á sig kílóum.
Annað bílslys….meiri áverkar.
Fótbrot og handabrot.
Meiri niðurrif…..fleiri kíló.
Þetta hljómar allt hálf vonlaust …er það ekki :)
En í dag er ég hraust kona :)
Afhverju ???
Afþví ég tók ábyrgð á mínu eigin lífi.
Ég fór áfram af kærleik.
Sá að þetta færi ekki mikið lengra…..ég mundi hrökkva upp af.
Átti ekki lengur séns í svona lélegu formi.
Komin á endastöð!
Lyfin mín í dag er fæðan mín.
Þunglyndislyfin mín er „hreyfingin“
Verkjatöflurnar mínar er „hreyfingin“
ÖLL lyfin mín eru farin í ruslið!
Hver einasta tafla…hver einasta sprauta.
Það að borða hreina góða fæðu og hreyfa sig .
Jú sveimér þá það virkar.
Engin fæðubótaefni eru í mínum skápum.
Engin töfralyf.
Þau eru að finna í ísskápnum mínum ….þar er grænmetið mitt og ávextir.
Allt er hægt.
En þetta gerist ekki á einni nóttu!
Og ég er ennþá að gera þetta allt saman.
Ég er ennþá að finna út hvað virkar best á mig.
Ég er ennþá að fræðast sem svampur.
Og það eru komin núna þrjú ár síðan að ég gapti á kynningarfundi sem ég sat hjá Heilsuborg….ég var í stórum áhættuhópi fyrir krabbamein!
Já það kom mér svo á óvart…sjúkleg offita drepur.
Ekki á einum degi….hún er hægfara.
http://doktor.is/grein/konur-og-krabbamein
Já ég veit ég er dálítið grimm í dag.
En þetta er allt saman…vel meint :)
Ég hef verið í sporum sjúklegrar offitu.
Og þangað óska ég engum manni að fara.
Njótið dagsins.