Já svo einfalt var það nú vaknaði bara einn daginn fékk nóg og breytti sjálfri mér !
Barbabrella og málið er dautt.
50 kíló farin og bara hamingja.
Góðan "bolludaginn"
Já svo einfalt var það nú vaknaði bara einn daginn fékk nóg og breytti sjálfri mér !
Barbabrella og málið er dautt.
50 kíló farin og bara hamingja.
EINMITT.
Nei svo aldeilis auðvelt er þetta ekki :)
Það er engin brella við að koma sjálfri sér til léttara lífs
Ekkert hægt að smella fingrum og þetta er komið.
Það þarf að vinna fyrir þessu með svita og tárum.
En þetta er hægt.
Og hægt og rólega kom þetta.
Viljinn varð yfirsterkari öllu
Í dag er "Bolludagurinn"
Ég var vön að baka skriljón bollur.
Og borða margar
Úða í mig bollum.
Hver elskar ekki bollur??
Solla bolla gerir það allavega
Þessi dagur var mér ekki auðveldur hér áður.
Þetta uppnefni "solla bolla" fór eins og rafmagn í gegnum mig....fékk oft að heyra þessi orð.
Þau meiddu mig.
En ég bara brosti.
Var svo feit að auðvitað má kalla svoleiðis stelpu svona nafni.
Þessi dagur var oft þannig að ég borðaði á mig gat.
Hélt við viðurnefninu.
Beið svo sprengidags til að toppa átið.
Í dag fæ ég mér ekki bollu.
því ég er búin að fá mér mína bollu
Bakaði nokkrar bollur í gær.
Bakaði mér eina sæta
merkti mér meira að segja hana á bökunarplötunni
Þessi litla sæta.
Á þessa litlu sæti bollu fékk ég mér sykurlausa sultu og rjóma
Ein lítil bolla og ég var sátt.
Naut þess að fá mína bollu.
Hvernig stendur á því að ég fékk mér bara eina?
Solla bolla borðaði alltaf rosalega margar.....en naut ég þess?
Nei ég tróð mig út.
Leið skelfilega á eftir.
Þetta situr í minningunni.
Og svona vil ég ekki finna til aftur!
Ekki niðurlægja mig með mat.
Þetta er ég búin að læra.
Teymja sjálfan mig
En ég banna mér ekki neitt lengur .
Heldur tek ég ákvörðun.
Í huganum býr svo margt
Það er sterk manneskja í okkur öllum.
Og ef henni er náð með góðu móti í rétta gírinn
eru okkur allir vegir færir.
Því við sjálf berum ábyrgð á okkar hegðun :)
Engin "Sollu bollu" dagur lengur
Jæja best að koma sér í gleðina.
Heilsuborgin bíður!
Morgunþrekið að skella á .
Svitna í poll og brosa framan í daginn
Eigðið góðan dag :)