Vísindamenn báru saman heilaskannanir af ungu fólki frá 18 til 25 ára sem að reyktu kanabis einu sinni í viku og þeirra sem að aldrei reykja kanabis. Þeir fundu að það var tvennt sem að skildi þessa hópa að. Það var Nucleus accumbens sem að tengist afkastagetu og amygdala sem að dílar við tilfinningar.
Skannanirnar sýndu að nucleus accumbens hjá þeim sem reykja kanabis var stærra og öðruvísi í laginu en ætti að vera. Amygdala var einnig öðruvísi hjá þeim sem reykja kanabis. Og tíðnin hafði einnig bein neikvæð áhrif. Þeim mun meira sem að aðili reykti af kanabis þeim mun meiri afbrigði fundust á heila.
Þó svo að þessi rannsókn hafi ekki sagt í smáatriðum hvernig hægt væri að túlka þessi neikvæðu áhrif á þann sem reykir kanabis.
En þessi rannsókn sýnir að þó þú reykir bara einu sinni í viku, kannski eina jónu að þá ertu í nákvæmlega sama áhættuhóp og sá sem reykir kanabis daglega.
Og eins og allir eiga að vita: Eiturlyf eru slæm fyrir alla og ég tala nú ekki um heilsuna.
Heimild: cosmopolitan.com