Meðvirkni er gríðarstórt vandamál í Íslensku samfélagi og þó víðar væri bruðið niður fæti. Vandinn er víðtækur, allt frá óöryggi, eftirgjöf, framtaksleysi, kvíða, þunglyndi, vanlíðan, skömm, sektarkennd, samskiptaörðuleikum, hjónabandsörðuleikum, erfiðleikum á vinnustað, ótti við álit annarra, hroki, yfirlátssemi, óheiðarleiki, frjamhjáhöld, fíknir, tilfinningarleg flatneskja, tilfinningarlegt vanlæsi, lágt sjálfsmat svo eitthvað sé nefnt. Allir þessir þættir og margir fleiri má rekja til vanvirkni í uppeldi, vanvirkni á heimili sem veldur barni skaða sem við köllum meðvirkni.
Meðvirkni verður til í æsku, hún myndast við langvarandi vanvirkar aðstæður. Ef foreldrar okkar hafa verið óhamingjusamir, óþroskaðir, skapstórir, stjórnsamir, þunglyndir, óþolinmóðir, búið við erfiðleika á heimili vegna veikinda einhvers nákomins, skilnaður, missir og svo síðast en ekki síst ekki haft þekkinguna hvernig á að ýta undir eðlilegt verðmætamat barns. Allt þetta og ýmislegt fleira gerir það að verkum að sjálfstraust og sjálfsmat barns verður skert.
Ef þú átt í samskiptaerfiðleikum, ósátt/ur við sjálfa/n þig, efiðleikar í vinnu, heimafyrir, almenn óhamingja, þekkir illa tilfinningarnar þínar, fólk fer mikið í taugarnar á þér, átt engin áhugamál, getur illa tekið ákvarðanir svo eitthvað sé nefnt. Ef eitthvað að þessu á við þig, þá gætir þú fundið lausn þinna mála hjá okkur. Hefur þú einhverju að tapa?
Á námskeiðinu verður leitast við að svara ýmsum algengum spurningum um meðvirkni sem dæmi:
Námskeiðið verður haldið í formi fræðslu, hópavinnu og heimaverkefna.
Námskeiðið verður haldið laugardaginn 15. mars 2014, frá kl. 09:00 til 16:00, í húsnæði Lausnarinnar Síðumúla 13, 3. hæð.
Einnig er eftirfylgni í formi hópavinnu í fjögur skipti, einu sinni í viku, einn og hálfan tíma í senn.
Verð 24.000 kr.
>>Hér<< má sjá grein tengda námskeiðinu.
Leiðbeinendur og fyrirlesarar: Percy Stefánsson og Hafdís Þorsteinsdóttir
Innifalið:
Kaffi, te og meððí en ekki hádegismatur.
Lesa má frekar um lausnin.is HÉR.