Góðan daginn.
Já þetta með að BYRJA og setja ENDI :)
Byrja loksins í megrun, átaki og telja niður í lok þessa ástands.
Veit ekki ég nenni því allavega ekki lengur :)
Ég var alltaf að byrja!
Og svo byrjaði ég í höfðinu......
Telja niður á vigtinni....gramm fyrir gramm "Og SKAMM" sólveig ef hún vogaði sér upp um gramm.
Því ég var búin að telja niður..."Ef ég tapa kíló þarna og þá" og svona taldi ég kílóin niður í huganum....sá fyrir mér að það yrði endir!
Og þá yrði ég hamingjusöm...mjó.
En alls ekki á meðan að ég var að ná kílóunum af..nei.
Alltaf var hugsunin..."Þegar að "
Ég verð mjó....
Þegar að ég verð búin að léttast...
Þegar að þetta er BÚIÐ.
Þá og þá ...og þegar og .....heheheh
Neibb síðan einn daginn ákvað ég að hætta þessari endalausri pressu :)
Og fara njóta.
Njóta matar.
Njóta hreyfingar.
Njóta lífsins.
Vera sátt og njóta þessa ferðalags sem ég kom mér í.
Þetta er ferðalag út lífið.
Og því um að gera njóta þess að lifa vel :)
Bara sú tilhugsun að þurfa ekki í eitt enn aðhaldið fær mig til að brosa út að eyrum :)
Nýt lífssins allt öðrvísi í dag og vitði samt með aukakíló :)
Njótið dagsins <3