Í tilefni af fertugsafmæli SÁÁ standa samtökin fyrir einhverri viðamestu ráðstefnu um fíkn sem haldin hefur verið hér á landi. Ráðstefnan er öllum opin og ætti að höfða til almennings og fagfólks, stjórnmálamanna og fólks sem starfar við stefnumótun í samfélaginu.
2. október
Íslenska dagskráin: Fjögur stutt málþing um fíkn og afbrot – stofnanir – konur – pólitík
Almenningur og fagfólk hefur kallað eftir samtali við SÁÁ um fíknsjúkdóminn og framtíðarstefnu meðferðarstarfs á Íslandi. Á ráðstefnunni svarar SÁÁ kallinu og býður gestum upp á samtal um fíkn út frá ólíkum sjónarhornum.
Mánudagurinn 2. október verður tileinkaður íslenskum veruleika og fjallar um fíkn og áhrif hennar á samfélagið. Þá verða á dagskrá fjölbreytt málþing sem öll tengjast viðfangsefninu, hvert á sinn hátt. Málþingin gefa ráðstefnugestum einstakt tækifæri á að eiga samtal við landskunna sérfræðinga, stjórnmálamenn og fulltrúa ýmissa stofnana um þennan flókna heilbrigðis- og félagslega vanda. Þátttakendur málþinga halda 15 mín. kynningar og sitja síðan í pallborði í umræðum við fundargesti.
Tillögur að fréttnæmu efni mánudaginn, 2. október:
Helgi Gunnlaugsson, prófessor HÍ: Fíkn og afbrot
Funi Sigurðsson, forstöðumaður Stuðla: Fíkn og stofnanir
Kristín I. Pálsdóttir, talskona Rótarinnar: Fíkn og konur
Katrín Jakobsdóttir, alþingismaður og Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri: Fíkn og pólitík
3.-4. október
Dagskrá á ensku: Vísindaleg umfjöllun og málstofur
Vísindalegur hluti ráðstefnunnar verður dagana 3. og 4. október. Þá koma hingað margir af áhrifamestu læknum og sérfræðingum á sviði fíknlækninga og erfðafræði í heiminum í dag og gera grein fyrir rannsóknum og þekkingu á þessu sviði. Auk fyrirlestra verður boðið upp á málstofur sem fjalla m.a. um kannabis, fíkn og erfðir, menntun fagfólks og tengsl fíknar við sjúkdóma á borð við HIV og lifrarbólgu C.
Sérstakur gestur SÁÁ verður dr. Nora Volkow, forstjóri bandarísku stofnunarinnar National Institute on Drug Abuse (NIDA), sem er hluti heilbrigðisstofnunar BNA, National Institute of Health (NIH)
Tillögur að fréttnæmu efni þriðjudaginn, 3. október:
Nora Volkow: Fíkn er langvinnur heilasjúkdómur - Það sem við vitum í dag.
Valgerður Rúnarsdóttir: Ópíóðafíkn á Íslandi
Patrick G. O ́Connor: Ópíóðafaraldur í Bandaríkjunum
Málstofa um kannabis: Við upphaf málstofu um kannabis er Volkow með afar áhugaverðan fyrirlestur um kannabis og spyr hvort vísindin geti leiðbeint við opinbera stefnumótun. Á málstofunni verður einnig fjallað um maríjúana til lækninga, kannabis búið til í efnaverksmiðjum og kannabisfíkn á Íslandi. Alþingismennirnir Pawel Bartoszek, Gunnar Hrafn Jónsson og Nichole Leigh Mosty verða meðal þátttakenda í panel.
Tillögur að fréttnæmu efni miðvikudaginn, 4. október:
Kári Stefánsson: Gen, heili og hegðun
Jeffrey Goldsmith: Hin flókna ráđgáta viđ međferđ áfengis- og vímuefnasjúklingsins
Lifrarbólga C og fíkn
Meðferð lækna með fíknsjúkdóm
Málstofa um sérhæfingu heilbrigðisstarfsfólks í fíknifræðum.
Tengiliðir frá SÁÁ eru fúsir til að veita viðtöl vegna ráðstefnunnar:
Arnþór Jónsson er formaður SÁÁ. Fjölmiðlar geta haft samband við Arnþór gegnum tölvupóst: arnthor@saa.is. Og í síma: 824 7611.
Valgerður Rúnarsdóttir er forstjóri Sjúkrahússins Vogs og sérfræðingur í lyflækningum og fíknlækningum. Fjölmiðlar geta haft samband við Valgerði gegnum tölvupóst: valgerdur@saa.is. Og í síma: 824 7602.
Dr. Ingunn Hansdóttir er dósent og yfirsálfræðingur SÁÁ. Fjölmiðlar geta haft samband við Ingunni gegnum tölvupóst: ingunnh@saa.is. Og í síma: 824 7608.