Góðan daginn.
Jæja þetta er tími ársins sem ég var með öll trikkin á hreinu.
„Núna skildi þetta gerast….árið sem ég yrði mjó“
Og svo planaði ég hvernig ég mundi svoleiðis bráðna niður….
Kílóin mundu fjúka og ég yrði bara stælt og flott.
Þetta var svo reddý í hausnum að þetta gat ekki klikkað.
Skítauðvelt…bara byrja í janúar og þegar að sumarið kæmi….væri ég komin í gallabuxur og hlýrabol :)
Kannist þið við þetta ?
Ég fór og skannaði hillur heilsubúða og apótekja…..“hún væri þarna pillan…duftið og allt til alls“
Bara kaupa þetta rétta.
Síðan bara reyna borða sem minnst….og EKKI fitu.
Því fita er fitandi og feitt fólk á ekki að borða fitu….“Viltu verða feitari kona…ha“
Stattu þig bara!!
Svimandi glöð breyttist fljótlega í svimandi HUNGRUÐ.
En gott...!
Því þá ertu að bráðna kona góð….og fitan að hverfa.
Vöðvarnir að koma í ljós…þeir eru þarna undir öllum fellingunum….en ekki hvað ?
En í GYM-ið fer ég ekki strax….ekkert þangað að gera.
Svona feit og agalega ólekker….ekkert með það að gera að vera fara inn á svona líkamsræktarstöðvar.
Fyrst af með spikið!
Og „Þegar“ og svo fóru skýjaborgirnar að hrynja…..
Allt var mér bannað.
Kál og aftur kál….og pillur sem mundu bræða konuna sem fyrst eins og ört bráðnandi snjókall á vormánuði.
Almáttugur.
Ár eftir ár.
Gallabuxurnar….jú stærri stærð eftir árið.
Hlýrabolur ….u nei!
Hvizzzzz bamm búmm.
Og bensingjöfin í botn….ég er farin að versla kem við á skyndibitastað á leiðinni.
Hvort eð er feitahlussa sem ekkert getur.
Getur ekki einu sinni haldið eina skitna megrun út!
Auli.
Vitiði ég gæti grenjað.
Svona og nákvæmlega svona liðu áramótin og fram á nýtt ár.
Aulin ég…feitahlussan sem tók á móti hverju sumri i langerma!
Hvernig stóð á þessu.
Hver gaf mér leifi á svona ofbeldi á sjálfa mig ?
Afhverju leifði ég þetta.
Vissi betur eða hvað?
Þegar að ég lá hálf afvelta í sjúkrarúmi rétt fyrir árslok 2011 eftir stóra kviðslitaaðgerð.
Með magann….já stóra belginn minn allan saumaðan saman.
Nýr nafli…sem síðan mistókst.
Læknirinn yndislegur maður…með sorgmædd augu sagði að aðgerðin hefði heppnast vel.
En hvíslaði að mér….því lá með mörgum á stofu „að þetta hefði verið erfið aðgerð…svo mikil var kvðfitan“
Ég fór í hálfgerðan yfirsnúning….varð flökurt og leið eins og mislukkaðri konu á leið á sorpu til urðunar.
Á þessum tímapunkti hét ég því að finna leið útúr þessari veröld offitunar.
Síðan eru liðin 52 kíló.
Ég borðaði og hreyfði þessi 52 kíló af mér.
Já ég borðaði þau af mér!
Aldrei aldrei skal ég svelta fyrir hlýrabol.
Þá mundi ég frekar kjósa „hringerma“
Neibb…breyttur lífsstíll.
Hreint mataræði.
Kærleikur á sjálfa mig.
Og endalaus hvatning…ekki niðurrif.
Og að gefast aldrei upp.
Mitt markmið var að komast útúr þessum þunga líkama.
Mér er að takast þetta hægt og rólega.
Og mitt takmark var að komast í svuntuaðgerð og laga magann minn.
Og fæ ég þriðja naflann minn eftir viku.
Öll litlu markmiðin….sem urðu til þess að mér er takast þetta stóra markmið.
Stundum svo agna smá.
Svona eru mínar hugleiðingar í árs lok.
Elsku vinir….ekki fara fram með látum á nýju ári.
Ekki setja ykkur i stranga megrun.
Ekki svelta fyrri einhverjar skýjaborgir…..
Ekki dæma…..pota…skamma….ýta og hegna!
Heldur hrósa.
Að sættast við sjálfa sig er besta aðferðin við að ná árangri með lífið sitt.
Þetta er ekki bara kílóin!
Þetta er lífið.
Að ná að lifa og hafa gaman og gott af.
Að njóta þess að vera maður sjálfur …..og gera sitt besta.
SKAL-VIL-GET .
Njótið dagsins.