SÁÁ byrjaði að veita spilasjúklingum þjónustu frá 1992. Nokkurn tíma tók að koma þessari þjónustu í skorður þar sem aðsóknin var mjög óregluleg í byrjun. Frá því í byrjun ársins 1996 hefur þjónustan verið í föstum farvegi. Á þessum fjórum árum var þjónustan þróuð smátt og smátt, hingað til lands voru fengnir erlendir sérfræðingar hingað til að fræða og þjálfa starfsfólk, ráðgjafar sendir til Bandaríkjanna í námsferðir og gefin út fræðsluritin "Spilafíkn - Viðráðanlegur sjúkdómur" eftir Pétur Tyrfingsson sem er gagnmerk og ítarleg bók og einnig lítið fræðslurit með nafninu "Þegar gamanið kárnar". Hér er hægt að nálgast þessi fræðslurit á pdf-sniði fyrir Acrobat Reader. Hafir þú ekki þegar sett upp Adobe Acrobat geturðu fengið ókeypis útgáfu af forritinu hjá Adobe.