Sellerí inniheldur efnasambönd sem kallast kúmarín sem getur aukið á virkni ákveðinna hvítra blóðkorna og styður æðakerfið. Ríkt í lífrænu natríum hefur sellerí þann kost að geta losað kalk úr liðum og útrýmt því á öruggan hátt frá nýrunum.
Sellerí er vel þekkt sem náttúrulegt þvagræsi lyf og hefur næginlega getu til að skola eiturefnum úr líkamanum. Einnig hefur sellerí verulega bólgueyðandi eiginleika sem gerir það ómissandi fyrir þá sem þjást af ónæmissjúkdómum.
Sellerí inniheldur einnig umtalsvert af kalsíum og kísil en það getur aðstoðað við viðgerðir á skemmdum liðböndum og beinum. Sellerí er ríkt af A-vítamíni, magnesíum og járni sem allt hjálpar blóðinu og einnig þeim sem þjást af gigt, of háum blóðþrýstingi, liðagigt og blóðleysi.
Ferskt sellerí í safaformi er afar öflugt og hefur ákveðinn lækningar mátt.
Þú þarft ekki nema 4 dl á dag af sellerí safa til að halda heilsunni í góðu formi og koma meltingunni í lag. Eftir viku ætti meltingin að vera orðin góð ef þú sleppir ekki úr degi.
Fróðleikur frá heilsutorg.is