Samvinna
ADHD markþjálfun er samvinna milli markþjálfans og skjólstæðings sem ætluð er til að hjálpa honum til að lifa áhrifaríkara og fyllra lífi með því að dýpka skilning þeirra, bæta frammistöðu og auka þannig lífsgæði og lífshamingju hans.
Frammistaða
Einstaklingar með ADHD þurfa að horfast í augu við atriði tengd ADHD sem geta haft áhrif á frammistöðu þeirra í lífinu. Meðal þeirra er ofvirkni, hvatvísi og athyglisbrestur. Algengt að einstaklingar með ADHD þurfi hjálp við að trúa á sjálfa sig, oftar en ekki trúa þeir því að þeir geti ekki náð markmiðum sínum því þeir eru með ADHD.
Hvað gerir ADHD Markþjálfun?
ADHD markþjálfinn hjálpar skjólstæðingum sínum að skilja hvað ADHD er og hvernig það hefur áhrif á frammistöðu þeirra í lífinu. Auk þess hjálpar ADHD markþjálfinn skjólstæðingi sínum að skipuleggja sig, aðsetja sér markmið til að hann geti eignast fyllra og hamingjuríkara líf og hvetur hann áfram. Markþjálfun hjálpar skjólstæðingum með ADHD að vinna að markmiðum sínum, hrinda úr vegi fyrirstöðum í lífinu, vinna á algengum ADHD vanda eins og tímastjórnun, skipulagsleysi, lélegri sjálfsmynd, öðlast skýrari hugsun til að starfa á áhrifaríkari hátt. ADHD markþjálfiinn hefur fulla trú á skjólstæðingi sínum, hann er fær um að finna svörin sjálfur og hefur hann ávallt í huga að hver og einn einstaklingur hefur sína einstöku hæfileika.
ADHD markþjálfun hjálpar skjólstæðingum:
Að skilja að erfiðleikar hans eru vegna ADHD en ekki vegna þess að hann er gallaður.
Að skoða vandlega þá þætti sem skjólstæðingurinn þarf að taka á.
Að styrkja sjálfsvitund sína og færni til sjálfsskoðunar til að bæta ákvarðanatöku og frammistöðu.
Að breyta viðhofum þegar hann kemst ekki áfram ( þ.e.a.s lærir að vinna með frestunaráráttu, fullkomnunaráráttu, halda sér við verkefni og að verða samkvæmur sjálfum sér).
Að verða meðvitaðri um hvaða aðferðir hann þarf að nota til að læra og vinna og hvaða leiðir hann kýs að fara í þeim efnum til að bæta frammistöðu á því sviði.
Að standa með sjálfum sér og tjá sig um þarfir sínar, og setja mörk.
Vertu alveg viss um að þú getir staðið undir þeim kröfum sem að markþjálfun gerir til þín áður en þú byrjar sjá hér:
Panta viðtal við Sigríði: sirry@ifokus.is
Sigríður Jónsdóttir, ACG markþjálfi og ICADC ráðgjafi
http://ifokus.is - www.facebook.com