Fara í efni

Lærðu að virkja ADHD barnið

Námskeiðið er ætlað foreldrum barna með ADHD.
Oft áttar maður sig ekki á
Oft áttar maður sig ekki á

Næsta námskeið hefst mánudaginn 5.mai og verður 4 mánudaga í mai.

Námskeiðið er ætlað foreldrum barna með ADHD.

 Á námskeiðinu lærum við:

-          Leiðir til að bæta fókusinn

-          Leiðir til að bæta námsgetu

-          Leiðir til að bæta svefn

-          Leiðir til að bæta samskipti

-          Leiðir til að bæta framkvæmd

-          Leiðir til að bæta sjálfsmynd

 Farið verður í mataræði, svefn, hreyfing, úrvinnsluaðferðir, umhverfi, samskipti, sjálfsmynd, styrkleikaeinkenni, markmið og fleira.

Þetta hafa foreldrar um námskeiðið að segja:

"Það sem mér fannst best var að heyra af nýjum leiðum og nýrri nálgum í uppeldi, eins og t.d. hjartanærandi uppeldi. Við erum svo föst í vananum og oft áttar maður sig ekki á "villunum" sem maður gerir í uppeldinu en á námskeiðinu fær maður góða speglun á hvað betur má gera og fær hugmyndir að nýrri nálgun í uppeldi. Eins fannst mér fræðslan um vítamínin og bætiefnin gagnast okkur vel. Það sem mér fannst einnig gott var að skoða sjálfa mig og mín markmið og drauma í lífinu og þannig get ég betur verið til staðar fyrir son minn og leiðbeint honum í átt að sínum markmiðum og draumum. Takk fyrir mig".

"Ég fékk margt og mikið til að hugsa um og takast á við. Maður hreinlega vaknaði til lífsins. Ég hafði ekki gert mér neinar væntingar til námskeiðsins en ég fékk mjög mikið úr úr því. Það hefði jafnvel mátt vera lengra. Námskeiðið hjálpaði mér líka að setja fókusinn á sjálfa mig. Takk fyrir að vera til og að fá að vera þeirra gæfu aðnjótandi að fá að kynnast þér. Takk fyrir frábært námskeið".


 Námskeiðið verður haldið Suðurlandsbraut 6, 2 hæð vinstri

 Dagsetningar námskeiðs:

 Mánudagurinn 05.mai 2014 klukkan 19:00 -22:00

 Mánudagurinn 12.mai 2014 klukkan 19:00 -22:00

 Mánudagurinn 19.mai 2014 klukkan 19:00 -22:00

 Mánudagurinn 26.mai 2014 klukkan 19:00 -22:00

 Verð fyrir námskeiðið er 13.000 krónur,  greiðist fyrir upphaf námskeiðs.

 Skráning: Sendu póst á sirry@ifokus.is. Vinsamlegast takið fram Nafn, kennitölu, heimilisfangþess sem er að  skrá sig á námskeiðið

 Umsjón með námskeiðinu er Sigríður Jónsdóttir ADHD markþjálfi og fíkniráðgjafi.

 http://ifokus.is - www.facebook.com