Næsta námskeið hefst mánudaginn 5.mai og verður 4 mánudaga í mai.
Námskeiðið er ætlað foreldrum barna með ADHD.
Á námskeiðinu lærum við:
- Leiðir til að bæta fókusinn
- Leiðir til að bæta námsgetu
- Leiðir til að bæta svefn
- Leiðir til að bæta samskipti
- Leiðir til að bæta framkvæmd
- Leiðir til að bæta sjálfsmynd
Farið verður í mataræði, svefn, hreyfing, úrvinnsluaðferðir, umhverfi, samskipti, sjálfsmynd, styrkleikaeinkenni, markmið og fleira.
Þetta hafa foreldrar um námskeiðið að segja:
"Það sem mér fannst best var að heyra af nýjum leiðum og nýrri nálgum í uppeldi, eins og t.d. hjartanærandi uppeldi. Við erum svo föst í vananum og oft áttar maður sig ekki á "villunum" sem maður gerir í uppeldinu en á námskeiðinu fær maður góða speglun á hvað betur má gera og fær hugmyndir að nýrri nálgun í uppeldi. Eins fannst mér fræðslan um vítamínin og bætiefnin gagnast okkur vel. Það sem mér fannst einnig gott var að skoða sjálfa mig og mín markmið og drauma í lífinu og þannig get ég betur verið til staðar fyrir son minn og leiðbeint honum í átt að sínum markmiðum og draumum. Takk fyrir mig".
Námskeiðið verður haldið Suðurlandsbraut 6, 2 hæð vinstri
Dagsetningar námskeiðs:
Mánudagurinn 05.mai 2014 klukkan 19:00 -22:00
Mánudagurinn 12.mai 2014 klukkan 19:00 -22:00
Mánudagurinn 19.mai 2014 klukkan 19:00 -22:00
Mánudagurinn 26.mai 2014 klukkan 19:00 -22:00
Verð fyrir námskeiðið er 13.000 krónur, greiðist fyrir upphaf námskeiðs.
Skráning: Sendu póst á sirry@ifokus.is. Vinsamlegast takið fram Nafn, kennitölu, heimilisfangþess sem er að skrá sig á námskeiðið
Umsjón með námskeiðinu er Sigríður Jónsdóttir ADHD markþjálfi og fíkniráðgjafi.