Sanford gaf út bókina „ADHD without Drugs" eða ADHD án lyfja árið 2010. Bókin veitir góðar upplýsingar um heildrænar leiðir til að vinna með ADHD, án lyfjanotkunar. Rétt er að taka það skýrt fram að í bók sinni er hann ekki alfarið á móti notkun lyfja við ADHD.Sandford álítur að allir sem glíma við ADHD ættu að taka inn omega fitusýrur. Hann styrður þessar fullyrðingar sínar annarsvegar með reynslu sinni af meðferðum við ADHD en einnig vísar hann í rannsóknir sem gerðar hafa verið.
Næstum allar rannsóknir á þessu sviði gefa til kynna að börn með ADHD hafi minna magn omega-3 í líkama sínum samanborið við einstaklinga sem eru ekki greindir með ADHD.. Hann segir þetta áhyggjuefni og tekur fram að börn almennt fái ekki nægilega mikið að omega fitusýrum. Ekki er vitað af hverju þetta stafar. Í rannsókn þar sem unglingar með og án ADHD borðuðu jafnstóra skammta af omega-3 og 6 mældust ADHD unglingarnir með lægra innihald af omega 3 og 6 fitusýrum. Sandford telur mikilvægt sé rannsaka betur hvort ADHD einstaklingar eigi erfiðara með upptöku á omega fitusýrum.
Í flestum rannsóknum - ekki öllum hafa börnum með ADHD bætt frammtistöðu sína þegar þeim eru gefnar omega fitusýrur (dregið hefur úr einkennum).
Í Breskri rannsókn var 40 börnum með ADHD og lærdómserfiðleika gefin annað hvort fiskiolía eða olífu olía, sem var notuð í sambanburðahópnum. Rannsóknin leiddi í ljós að ADHD einkenni minnkuðu mikið og lærdómsgeta batnaði til muna hjá þeim sem tóku inn fiskiolíuna. .
Í annari rannsókn sem gerð var á 117 börnum í þrjá mánuði var útkoman þessi: Ekki aðeins minnkuðu ADHD einkennin, heldur urðu miklar framfarir í námi:
Lestur:
Þátttakendur sem tóku omega 3 : 9,5 mánaða aukning
Þáttakendur sem tóku plasebo: 3,3 mánaða aukning
Stafsetning:
Þáttakendur sem tóku omega 3: 6,6 mánaða aukning
Þáttakendur sem tóku plasebo: 1,2 mánaða aukning
Rannsóknin sem tók þrjá mánuði sýndi fram á að þeir sem tóku fiskiolíuna bættu sig um 9,5 mánaða framfarir á meðan þeir sem tóku ólífuolíu bættu sig aðeins um þrjá mánuði.
Því ekki að bæta omega fitusýrum við þá meðferð sem að barnið þitt er að fá í dag - það sakar ekki að gera tilraunir!
Sigríður Jónsdóttir, ACG markþjálfi og ICADC ráðgjafi
http://ifokus.is - www.facebook.com