Fara í efni

10 atriði sem karlmenn klúðra oft í rúminu

Fólk veit (venjulega) alveg nákvæmlega hvað það vill í rúminu. Sumir þora bara aldrei að tjá sig um það að neinu viti. Margir lenda í því að fyrsta kynlífsreynslan með einhverjum er bara ekkert spes, þó svo kannski þau segi ekki frá því, þ.e.a.s. ef það eru einhverjar tilfinningar til hinnar manneskjunnar.
Hverju klúðra karlmenn í rúminu ?
Hverju klúðra karlmenn í rúminu ?

Fólk veit (venjulega) alveg nákvæmlega hvað það vill í rúminu. Sumir þora bara aldrei að tjá sig um það að neinu viti. Margir lenda í því að fyrsta kynlífsreynslan með einhverjum er bara ekkert spes, þó svo kannski þau segi ekki frá því, þ.e.a.s. ef það eru einhverjar tilfinningar til hinnar manneskjunnar.

Hér er smá listi yfir það sem konum finnst aðallega að karlmönnum í rúminu, helstu vandamálin, og hvað er til ráða við þeim:

1. Hann endist bara í eina mínútu

Þig langar í kynlífsmaraþon en allt er búið eftir eina mínútu hjá honum. Þá er um að gera að segja við hann „Mig langar eiginlega í svolítið meira, getum við haldið aðeins áfram fyrir mig?

2. Hann kann ekki að veita munnmök

Jú hann er þarna, en er hann að gera eitthvað fyrir þig? Þú þarft ekki að segja honum að hann sé alveg að klúðra þessu heldur geturðu leiðbeint honum með þetta. Sagt honum hvar, hvernig og hversu mikið þú vilt láta gera við þig. Hann mun kunna að meta það.

3. Hann reynir að komast hjá því að veita  munnmök

Það eru sumir sem eru brenndir eftir fyrri sambönd og aðrir eru bara ekkert fyrir að veita munnmök. Ef þig dauðlangar samt til þess að hann geri það þá þarftu að tala við hann, annað mun bara búa til gremju. Byrjaðu á að segja honum frá einhverju jákvæðu áður en þú segir hvað þú vilt, eins og: „Mér fannst kynlífið okkar í gær æðislegt, en ég var að spá hvort að við gætum kannski prufað smá munnmök í kvöld?“

4. Hann vill alltaf gera þetta eins

Trúboðinn? Alltaf? Nei, ekki að gera sig! Fáðu hann til að skoða stellingar með þér eða jafnvel eitthvað erótískt efni og stingdu svo upp á því að þið gerið eins og í myndinni. Jafnvel þó þetta verði broslegt þá er það samt skemmtilegt.

5. Hann hugsar bara um sína fullnægingu

Leyfum honum að njóta vafans. Sumir eru bara ekki alveg með þetta á hreinu! Þeir hafa ekki fengið neinar athugasemdir hingað til og halda því að þeir séu að gera alla réttu hlutina. Lengdu forleikinn og segðu honum hvað til þarf til þess að þú fáir það sem þú vilt.

6. Hann notar „hamarinn“ óspart

Hann „hamast“ á þér og það er ekki einu sinni það gott. Reyndu að fá hann til að slaka aðeins á með því að leggja höndina á bringuna á honum eða á bakið á honum og reyndu að mýkja hreyfingar hans. Ef það virkar ekki, fáðu þá að vera ofan á. Þá getur þú stjórnað leiknum.

7. Hann er of mjúkhentur

Það getur hreinlega verið pirrandi ef karlmaðurinn er að snerta þig, svo varlega að þú finnur varla fyrir því. Segðu honum frá því að hann megi koma fastar við þig og hvar þú vilt láta snerta þig. Það mun gera kraftaverk.

8. Hann kann ekki að kyssa

Hvort sem þér finnst að varir hans séu of blautar eða of þurrar, tungan hreyfast of mikið eða liggja bara eins og dauð síld í munninum á þér, þá þarftu að segja honum frá því. Ekki berum orðum, að sjálfsögðu, en bara með því að segja honum hvernig þú vilt að hann kyssi þig. Hversu mikla eða litla tungu o.s.frv.

9. Brjóstakallinn

Hann þuklar brjóstin á þér þangað til þér verður virkilega illt í þeim. Auðvitað vilja konur láta snerta og gæla við brjóstin en þau eru ekki stressboltar! Ef hann gerir þetta mikið, taktu þá hendina hans í þína og kysstu hana og sýndu honum svo hvar þú vilt hafa hana á fleiri stöðum

10. Hann ýtir hausnum á þér „suður“

Hann er alltaf að ýta þér niður með það í huga að fá munnmök. Ef þú ert ekki í stuði fyrir það, segðu bara við hann: Ég er ekki alveg í stuði fyrir þetta núna en mig langar að prófa eitthvað annað…“ og vertu heiðarleg með hvað þig langar frekar að gera.

Fengið af vef hun.is gg

Könnun

Hvaða hreyfingu stundar þú?