Ristruflanir hafa oft verið umvafðar leyndarhjúp og almennt er þetta umræðuefni sem ber ekki oft á góma meðal karlmanna.
Víða erlendis hefur þó orðið mikil breyting á og er talið að það megi þakka það að áberandi auglýsingum frá framleiðendum lyfja við ristruflunum eins og Cialis, Viagra, Levitra og Stendra.
Þar sem á Íslandi eru ekki leyfðar auglýsingar á lyfseðilskildum lyfjum höfum við farið á mis við mikið af þeim auglýsingum sem leyfðar eru víða erlendis og hafa vakið athygli á vandanum og dregið umræðuna fram í dagsljósið. Verður að segjast eins og er að það mætti gjarnan hvetja innflytjendur þessara lyfja til að koma boðskap sýnum á framfæri hér á landi.
Þrátt fyrir aukna meðvitund á ristruflunum hafa margir menn og konur ekki raunverulegan skilning á þessu ástandi.
Hér eru fjögur atriði sem gott er að vita um ristruflanir.
Athyglisverðar niðurstöður í aldurstengdri rannsókn á körlum sem gerð var í Massachusetts bendir til þess að það geti verið eðlilegt að lenda í því að fá ristruflanir. Hjá sumum körlum virðast koma upp ristruflanir, standa í jafnvel umtalsverðan tíma, og hverfa síðan að hluta til eða að öllu leiti án nokkurrar meðferðar.
Burtséð frá því hver er orsakavaldurinn eru ristruflanir eitthvað sem hægt er að meðhöndla. Fyrir suma hjálpar einfaldlega að létta sig. Aðrir þurfa lyf. Auk þess eru aðrir möguleikar í meðferð ristruflana eins og t.d. sálfræðimeðferð. Hafandi í huga fjölbreytni meðferðarmöguleika sem í boði eru má því segja að möguleikarnir á að finna réttu lausnina séu meiri en nokkru sinni fyrr.
Stuðst að mestu leiti við pistil af Health beat sem er útgefið af Harvard Medical School. Innskot hér og þar eru ritstjóra hjartalif.is
Birt með leyfi samstarfsaðila okkar www.hjartalíf.is - Vefur sem vert er að skoða.