Fara í efni

7 frábærar ástæður til þess að stunda kynlíf í kvöld

7 frábærar ástæður til þess að stunda kynlíf í kvöld

Það er mjög gott fyrir heilsuna að stunda kynlíf reglulega og hér eru t.d 7 ástæður.

Kynlíf með maka/kæró er oftast afar gott og gerir alveg frábæra hluti fyrir skapið. En vissir þú að það er einnig mjög hollt fyrir þig og hann?

Ástæðan fyrir því að kynlíf er svona gott fyrir heilsuna er sú að á meðan á því stendur þá framleiðir líkaminn helling af góðum hormónum og öðrum efnum sem geta jafnvel minnkað verki, lækkað áhættuna á krabbameini, eflt ónæmiskerfið og seinkað breytingaskeiði kvenna.

Að hugsa vel um heilsuna gæti bara ekki verið skemmtilegra.

 

1. Getur dregið verulega úr krónískum verkjum

Hugsaðu að næst þegar þú ert með höfuðverk, segðu þá já. Örvun snípsins og veggja legsins losar um endorfín og önnur náttúruleg verkjastillandi efni þannig að stunda kynlíf er góð lausn til að losa við höfuðverkinn. Kynlíf getur einnig dregið úr verkjum í vöðvum.

2. Dregur úr áhættunni á krabbameini

Þegar örvun er sem mest og endar á fullnæingu þá hækkar magn hamingjuhormónanna þinna verulega. Þessi tvö efni, oxytocin og DHEA geta komið í veg fyrir brjóstakrabbamein. Fram kom í einni rannsókn að konur sem stunduðu reglulega kynlíf og fengu fullnægingu voru minna líklegar til þess að fá brjóstakrabbamein en þær sem voru lítið virkar kynferðislega. Fyrir karlmenn sem komnir eru á fimmtugsaldurinn þá er reglulegt kynlíf afar gott til að draga úr líkum á brjóstakrabbameini hjá þeim, því jú, karlmenn geta líka fengið brjóstakrabbamein.

3. Þú kemur hjartanu almennilega af stað

Hjartasérfræðingar meta kynlíf sem góða hreyfingu sem kemur hjartanu vel af stað, svona eins og góður göngutúr myndi gera. Eins og með allar æfingar, því meira sem þú hamast, þeim mun meira ertu að gera fyrir hjartað þitt. Það skiptir einnig máli að skipta um stellingar í kynlífinu. Að vera ofan á er mjög góð áreynsla og við fullnægingu þá ætti hjartsláttur að geta náð 110 slögum á mínútu. Spáið í þessu næst þegar þið ætlið að elskast, ekki bara liggja á bakinu.

4. Það ver ristilinn hans

Kaþólskir prestar eru í áhættu hóp sem fær gjarnan ristilkrabbamein, en þetta kom fram í rannsókn sem gerð var árið 2003. Önnur rannsókn sem gerð var í Ástralíu sýndi að þeir karlmenn sem stunduðu kynlíf reglulega lækkuðu áhættuna á ristil krabbameini. „þegar þú hreinsar pípurnar reglulega þá eru minni líkur á að stíflur myndist“ en þetta sagði læknirinn Irwin Goldstein MD.

5. Dregur úr stressi

Öll viljum við sleppa því að þurfa að eiga við stress. Tökum sem dæmi ef þú ert að fara á mikilvægan fund að morgni og ert stressuð/aður þá er afar gott að stunda kynlíf fyrir svefn kvöldið áður. Sjálfsfróun dregur einnig úr stressi.

6. Það styrkir ónæmiskerfið

Þeir sem stunda kynlíf einu sinni til tvisvar í viku voru 30% ólíklegri til að verða veik. Þegar þú stundar kynlíf þá framleiðir líkaminn meira af góðum hormónum og fleiri efnum sem styrkja ónæmiskerfið og þannig ertu betur í stakk búin þegar kemur að t.d flensutímabilum. Mjög gott að hafa þetta bak við eyrað ef einhver í vinnunni byrjar að hnerra.

7. Vinnur gegn legganga þurrki vegna breytingaskeiðs

Stundi konur reglulega kynlíf fram eftir aldri eru líkur á að hinn hvimleiði legganga þurrkur komi síðar fram hjá þeim, en hjá konum sem stunda lítið sem ekkert kynlíf. Einnig er gott að stunda sjálfsfróun reglulega til að halda þessu svæði röku og heilbrigðu.

Heimild: prevention.com

 

 

Könnun

Hvaða hreyfingu stundar þú?