Flestum finnst það versta við að vera á ströndinni eða í sjónum er að fá sand í rassinn. Einnig ef þú ætlar að stunda kynlíf á ströndinni þá er þetta algengt vandamál, sandur í rassi.
Ítalskt par hefur sannað það að fá sand í rassinn er alls ekki það versta sem getur komið fyrir.
Samkvæmt heimildum að þá var parið að rölta á frekar einangraðri strönd á Porto San Giorgio þegar þeim datt í hug að skella sér í sjóinn til að stunda kynlíf.
En rómansinn á þessu augnabliki hvarf mjög fljótt þegar öldurnar á ótrúlegan hátt “sugu” þau saman. Þú fattar, hann náði ekki að losa liminni úr leggöngunum.
Þau reyndu að losa sig í nokkra stund en náðu svo athygli konu sem var að ganga á ströndinni. Sú hefur ekki átt von á því að hennar dagur ætti eftir að verða svona viðburðaríkur.
Hún hjálpaði þeim að komast á spítala og þar loksins náðist að losa þau í sundur. Til að það væri hægt þurfti að gefa konunni sprautu sem er vanalega notuð til að víkka út legið þegar kona er ófrísk.
Þetta er ekki eina svona tilvikið, ó nei.
Í Zimbabwe festist par saman og voru þau föst í 7 klukkustundir eða þangað til faðir mannsins kom og togaði þau í sundur.
Hjá pari í Malasíu gerðist svipað. Og fleiri pör hafa lent í þessum sjaldgæfu aðstæðum sem eru þekkt undir nafninu “penis Captivus” og gerist þetta þannig að vöðvar í leggöngum konu spennast saman sem gerir það ómögulegt fyrir liminn að losna.
Já strákar, þetta er ekki allt hættulaust. Varist að stunda kynlíf í vatni og þá sérstaklega í sjónum.
Heimild: cosmopolitan.com