Tölum aðeins um konur. Og kynfæri. Píkur. Goðsagnir, mýtur og alls kyns vitleysu sem fólk lætur gjarna falla, flökkusögur og sannleikann sem að baki þeim liggur. Hvað veit maður í raun og veru mikið um píkur þegar upp er staðið? Píkur eru yndislegar; uppspretta lífs – miðja konunnar … og koma í öllum gerðum og stærðum. Hér fara fimm sennilegar en rangar mýtur um kynfæri kvenna ásamt sannleikanum í bland:
Hæ! Leggöngin á þér eru ekki svarthol. Í fullri alvöru; það er EKKI hægt að týna túrtappa inni í leggöngunum. Leggöngin eru lokað rými sem endar við leghálsinn sem er kirfilega lokaður. Alveg. Þó leggöngin séu sveigð að lögun, er ekki hægt að týna túrtappanum þó hann geti sannarlega runnið til ef blæðingar eru miklar. Ef þú átt í erfiðleikum með að ná túrtappanum út og nærð ekki taki á litla spottanum, ættir þú hins vegar að hafa rakleiðis samband við kvensjúkdómalækni, sem getur hjálpað þér að losna við aðskotahlutinn á augabragði.
Sannleikurinn er sá að þó að ákveðnar fæðutegundir geti verið frygðarauki, breytist sýrustig slimhúðarinnar ekki við ávaxtaát. Né heldur verður píkan bragðbetri ef kona hámar í sig ananas eins og vitlaus sé. Hrár fiskur gerir píkuna ekki bragðvonda og þannig er engin leið að hafa áhrif á lykt, bragð eða lögun píkunnar með ávaxtaáti. Hins vegar eru ávextir bragðgóðir og næringarríkir svo …
Nei, þetta er heldur ekki rétt í öllum tilfellum. Eðlileg, glær útferð er merki um heilbrigða líkamsstarfsemi. Útferð er leið píkunnar til að hreinsa líffærið og halda leggöngunum hreinum. Þetta eru einfaldlega dauðar slímhimnufrumur á leið út úr líkamanum. Ekkert að óttast, svo framarlega sem útferðin er ekki illa lyktandi. Hins vegar þarftu að vera á verði ef útferðin fer að taka á sig gulan eða grænleitan lit og ef útferðin er illa lyktandi, skaltu hafa samband við kvensjúkdómalækni við fyrsta tækifæri.
Alls ekki! Píkur eru fallegar í eðli sínu, þær koma í öllum stærðum og gerðum og engin ein rétt lögun eða stærð er rétt eða röng. Skapabarmar eru náttúrulegur og eðlilegur hluti af kynfærum kvenna og engar tvær píkur eru nákvæmlega eins. Í því er náttúruleg fegurð kvenna fólgin, í einstakri lögun hverrar og einnar. Fegrunaraðgerðir á skapabörmum hafa færst í vöxt undanfarin ár, þar af aðgerðir sem snyrta innri skapabarma í þeim tilgangi að gera þá „fegurri” en oftar en ekki er um óþarfa inngrip að ræða. Skapabarmar eru alls kyns, allar píkur eru einstakar og eðlilegar að gerð og lögun.
Ó. Ekki nota sápu og ekki skrúbba. Píkan – kynfæri kvenna – eru útbúin sjálfhreinsandi búnaði frá nátturunnar hendi og sterkur sápulögur getur sett sýrustigið alveg úr jafnvægi. Jafnvel ollið sveppasýkingu, kláða og sviða. Hið rétta er að volgt vatn og mjúkur þvottapoki gerir mesta gagnið. . . LESA MEIRA