(og já ég segi klám og nenni ekki að fara útí skilgreiningar á því hugtaki en ef þú hefur nelgt góða skilgreiningu þá er ég alveg til í að heyra hana, jafnvel tileinka mér og nota en þangað til verður klám að duga.)
Barcelona Sex Project fjallar um 3 konur og 3 karla og fylgir þeim og myndar það hvernig þau stunda sjálfsfróun.
Erika Lust er leikstýran og handritshöfundur en hún hefur einmitt unnið til verðlauna fyrir mynd sína Five Hot Stories for Her, sem hægt er að kaupa hér.
Það er nefnilega eitt sem mér þykir áhugavert og mögulega með eitthvað fræðslugildi en það er hvernig fólk stundar sjálfsfróun. Unglingar hafa oft spurt um sjálfsfróun og gjarnan spyrja strákar hvort hægt sé að gera eitthvað annað en bara strokka fram og tilbaka og stelpur spyrja hvað sé hægt að gera og hvernig. Ég sá einmitt sjálfsfróunarkennslumyndaband frá Bandaríkjunum þegar ég var í náminu og hef reynt að finna það allar götur síðan þá en lítið gengur en það var mjög áhugavert og skemmtilegt. Og fræðandi!
Allt kynlíf byrjar á þér sjálfum, uppi í rúmi í kósístund. Ef þú ert ekki tilbúin í kynlíf með þér þá ertu alls ekki tilbúin í það með einhverjum öðrum
Sigga Dögg
- fagnar ást og unaði á eigin líkama-
Menntun: BA – Sálfræði við Háskóla Íslands, - MA – Kynfræði (sexology) við Curtin háskóla í Vestur Ástralíu
Vefsíða: Siggadogg.is og facebook síðan siggadogg.is Vefpóstur: sigga [hjá] siggadogg.is