Brjóst er oft á milli tannanna á fólki, sérstaklega fyrstu vikur lífsins.
Þar sem ég er að fjalla um getnað og slíkt í mars mánuði fannst mér kjörið að birta stutta heimildamynd um brjóstagjöf nokkurra kvenna. Myndin er í nokkrum hlutum á YouTube og hér er fyrstu hlutinn.
Það var afar margt áhugavert sem kom fram í frásögn kvennanna og skýringum á brjóstagjöfinni og sitt sýnist hverjum en WHO (Alþjóða heilbrigðisstofnunin) mælir með brjóstagjöf til tveggja ára aldurs. Mín tilfinninga er sú að hér á Íslandi er gerð krafa til kvenna að vera með börn á brjósti að lágmarki fyrstu 3 mánuðina, helst fyrstu 6 mánuðina, en alls ekki lengur en 9 mánuði því þá er barnið komið með tennur og farið að borða aðra fæðu. Konur sem eru utan þessa mengis eru oft á tíðum gagnrýndar og uppeldisaðferðir þeirra eru dregnar í efa.
Hér má kynna sér nánar um brjóstagjöf byggt á lokaritgerðum nema við háskóla á Íslandi.
Ástralir og bandaríkjamenn virðast glíma við svipuð vandamál og bretarnir og gengur þeim erfiðlega að hvetja konur til að gefa brjóst m.a. vegna stutts fæðingarorlofs og almennar skammar sem fylgir brjóstagjöf á almannafæri. Þetta er okkur kannski eilítið framandi því svo best sem ég veit hefur brjóstgjöf tíðkast undanfarna áratugi á Íslandi með þó nokkru frjálsræði þó ég hafi heyrt af því að í kringum 1950 og 60 þá var litið niður á brjóstagjöf. Hún var talin vera fyrir fátæklinga og ungum mæðrum var ekki veittur nægur stuðningur eða fræðsla um mikilvægi næringarinnar. Nú er tíðin hinsvegar önnur!
Annars hef ég einnig fjallað um brjóst almennt og viðhorf til þeirra í fyrri pistli hér.
Sigga Dögg
- finnst þetta málefni stórkostlega áhugavert-
Menntun: BA – Sálfræði við Háskóla Íslands, - MA – Kynfræði (sexology) við Curtin háskóla í Vestur Ástralíu
Vefsíða: Siggadogg.is og facebook síðan siggadogg.is Vefpóstur: sigga [hjá] siggadogg.is