En vissir þú að koss sem endist í 10 sekúndur getur fært á milli munna um 80 milljón sýkla?
Hollenskir vísindamenn tóku sýni úr munnum fólks fyrir og eftir koss og þetta var niðurstaðan. Enn fleiri sýklar í munnum eftir kossinn góða.
En það jákvæða við þetta er að þessar bakteríur eru góðar fyrir okkur.
En hvers vegna var þessi rannsókn gerð?
Þetta var röð af tilraunum gerð á fólki til að finna út eftirfarandi:
- Hvort munnar para eru með sömu bakteríur eða líkar bakteríur.
- Og hvort að pör sem kyssast kannski ekki mjög oft myndu sýna sömu niðurstöður.
- Einnig vildu þeir vita magn baktería sem smituðust milli munna við kossa.
Og niðurstöðurnar:
Kossarnir urðu að vera nánir, þ.e djúpir kossar með tungu.
Og með því að rannsaka kossa hjá 21.pari þá komustu vísindamenn að því að þær bakteríur sem eru á tungu eru afar líkar hjá þeim pörum eða hjónum sem eru dugleg að kyssast innilega.
En hvort þessar bakteríur geti styrkt ónæmiskerfið hjá okkur er ekki ljóst.
En höldum áfram að kyssast, það er hollt og gott fyrir líkama og sál.